Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 21:43 Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með ræðu Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06