Innlent

Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness.
Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/gva
Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. Þorsteini er gefið að sök brot gegnum ungum dreng

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag en Þorsteini var samkvæmt heimildum Vísis veittur frestur fram í næstu viku til að fara yfir gögn málsins og taka afstöðu til ákærunnar.

Mbl.is, sem greindi fyrst frá ákærunni, hefur heimildir fyrir þvi að meint brot Þorsteins hafi verið framin bæði fyrir og eftir að barnið náði fimmtán ára aldri. Sætir hann ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni yngra en fimmtán ára og tælingu gegn börnum undir átján ára aldri.

Þorsteinn er sömuleiðis ákærður fyrir vörslu barnakláms, brot á barnalögum og áfengislagabrot. Svo virðist sem ákæran sé í takti við fyrra mál Þorsteins sem hann hlaut fimm og hálfs árs fangelsi fyrir í Landsrétti.

Talinn hættulegur almenningi

Í því máli var hann dæmdur fyrir brot gegn dreng yfri tímabil þegar drengurinn var fimmtán til átján ára gamall. Útvegaði Þorsteinn drengnum fíkniefni og braut á honum.

Ákæran gegn Þorsteini þá var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin náðu sem fyrr segir yfir tæplega þriggja ára tímabil.

Hlaut Þorsteinn upphaflega sjö ára dóm í héraði fyrir brot sín. Var dómurinn mildaður um átján mánuði í Landsrétti sem vísaði til þess að brotaþoli í málinu hefði leitað eftir samskiptum við ákærða og að vera í vímu. Taldist ákæruvaldið því ekki hafa sýnt fram á að í háttsemi Þorsteins hefði falist ofbeldi eða ólögmæt nauðung í formi sjálfræðissviptingar.

Var Þorsteinn í nokkurn tíma í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna þar sem hann þótti líklegur til að halda brotum sínum gegn ungu drengjunum áfram. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×