Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 15:52 Málið var kveðið upp í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í dag. Vísir/GVA Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00