Óplægður akur í fjármögnun fyrirtækja Kári Finnsson skrifar 25. september 2019 07:00 Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Tækni Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun