Fleiri minkar og refir í borginni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. september 2019 06:00 Refir í náttúrunni. VÍSIR/VILHELM Óvenjumikið hefur verið um mink og ref á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri Meindýravarna Reykjavíkur, segir að 140 minkar hafi veiðst á þessu ári en vanalega séu þeir um 80. Þeir haldi sig mestmegnis við sjóinn og ár. „Refurinn er sífellt að venjast fólki og umferð og er rólegri,“ segir Guðmundur . „Hann sést töluvert í efri byggðum, Grafarholti, Úlfarsfelli og hefur sést við Korputorg. Það er óhjákvæmilegt að þetta komi upp þegar við færum okkur nær þeirra umhverfi.“ Bendir hann á að erlendis sjáist refir í stórborgum. Guðmundur segir minkinn drepa allt sem hann ráði við, fugla og fiska, en haldi sig frá fólki. Hafa sumir verið hræddir um að minkurinn klifri upp í barnavagna en Guðmundur segir engin dæmi um þannig slys. „Minkurinn fer ekki ofan í vagna til að veiða fólk. En ég skil vel að fólk vilji ekki hafa svona dýr nálægt sér,“ segir hann. Fátítt er að minkar fari inn í híbýli manna en það kemur þó fyrir. „Minkurinn hefur hefur hins vegar sótt í ruslakompur við hús sem standa nálægt sjónum.“ Guðmundur segir lítið hægt að gera til að verjast þessum dýrum. Minkinn sé þó hægt að veiða með löglegum gildrum og refurinn sé skotinn. „Við ráðleggjum fólki að hringja í meindýravarnir og tilkynna,“ segir hann og bendir á að þessi dýr geta bitið sé þeim ógnað. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Óvenjumikið hefur verið um mink og ref á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri Meindýravarna Reykjavíkur, segir að 140 minkar hafi veiðst á þessu ári en vanalega séu þeir um 80. Þeir haldi sig mestmegnis við sjóinn og ár. „Refurinn er sífellt að venjast fólki og umferð og er rólegri,“ segir Guðmundur . „Hann sést töluvert í efri byggðum, Grafarholti, Úlfarsfelli og hefur sést við Korputorg. Það er óhjákvæmilegt að þetta komi upp þegar við færum okkur nær þeirra umhverfi.“ Bendir hann á að erlendis sjáist refir í stórborgum. Guðmundur segir minkinn drepa allt sem hann ráði við, fugla og fiska, en haldi sig frá fólki. Hafa sumir verið hræddir um að minkurinn klifri upp í barnavagna en Guðmundur segir engin dæmi um þannig slys. „Minkurinn fer ekki ofan í vagna til að veiða fólk. En ég skil vel að fólk vilji ekki hafa svona dýr nálægt sér,“ segir hann. Fátítt er að minkar fari inn í híbýli manna en það kemur þó fyrir. „Minkurinn hefur hefur hins vegar sótt í ruslakompur við hús sem standa nálægt sjónum.“ Guðmundur segir lítið hægt að gera til að verjast þessum dýrum. Minkinn sé þó hægt að veiða með löglegum gildrum og refurinn sé skotinn. „Við ráðleggjum fólki að hringja í meindýravarnir og tilkynna,“ segir hann og bendir á að þessi dýr geta bitið sé þeim ógnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira