Erlent

Vegum lokað og fjalla­kofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc

Atli Ísleifsson skrifar
Í Mont Blanc fjalllendinu í Ölpunum eru ellefu tindar sem eru hærri en 4.000 metrar.
Í Mont Blanc fjalllendinu í Ölpunum eru ellefu tindar sem eru hærri en 4.000 metrar. Getty
Yfirvöld á Ítalíu hafa lokað vegum og rýmt fjallakofa eftir að sérfræðingar vöruðu við því að hluti af jöklinum á Mont Blanc gæti hrunið.

Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum sem er á Grandes Jorasse tindi á þessu hæsta fjalli Vestur-Evrópu.

Bæjarstjórinn í ítalska bænum Courmayer í hlíðum fjallsins segir ljóst að loftslagsbreytingar séu að breyta fjallinu. Hafa sérfræðingar greint frá því að hluti jökulsins færist um 50 til 60 sentimetra á hverjum degi.

Í Mont Blanc fjalllendinu í Ölpunum eru ellefu tindar sem eru hærri en 4.000 metrar og þangað koma hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári.

Bæjarstjórinn í Courmayer segir að íbúahús á svæðinu stafi ekki sérstök hætta en að verið væri að rýma fjallakofa á svæðinu í varúðarskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×