Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 13:14 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45
Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00