Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 13:14 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“ Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar félagsins á fund klukkan tvö í dag til að ræða um hvort vísa eigi kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður samtakanna, segir að stytting vinnuvikunnar sé ófrávíkjanleg krafa. Kjarasamningar losnuðu í apríl en samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í mars. Hvorki gengur né rekur í viðræðunum og upp úr slitnaði á samningafundi í gær. Á fundi með ríkinu í gær þá var lagt fram tilboð sem BSRB telur óásættanlegt og viðræðunefnd telur þess vegna fullreynt á samningsvilja ríkisins, sérstaklega hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og þess vegna höfum við ákveðið að boða til samningseiningafundar í dag til þess að leggja það undir fundinn hvort við vísum deilunni til ríkissáttasemjara." Sonja er vongóð um að fundarmenn styðji tillöguna. „Það er orðin mjög mikið óþreyja og óánægja hjá okkar félagsmönnum. Við höfum hins vegar sagt á móti að það sé flókið viðfangsefni að fara í styttingu vinnuvikunnar en við áttum aldrei von á öðru en að ríkið myndi fylgja eftir mjög jákvæðum niðurstöðum tilraunaverkefnis BSRB og ríkisins. En það er hins vegar orðið ljóst að það er ekki og þess vegna er kominn tími til að setja málið í annan farveg. Ég á ekki von á öðru en að þau styðji þessa tillögu okkar." Deilan hverfist fyrst og fremst um styttingu vinnuvikunnar. Sonja segir að ríkið hafi boðið upp á styttingu en þó í skiptum fyrir kaffitíma starfsfólks. Það finnst Sonju óásættanlegt. „Hugmyndafræðin okkar og krafan snýst um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Tilraunaverkefnið bæði hérlendis og erlendis voru á þann veg og einmitt sýndu fram á þessi jákvæðu áhrif, þennan gagnkvæma ávinning. Það er hægt að skipuleggja vinnutímann mun betur þannig að bæði starfsmaður og atvinnurekandi hagnist á því."Hvað með mögulegar verkfallsaðgerðir?„Það að vísa málinu til ríkissáttasemjara er undanfari þess að hægt sé að fara að undirbúa verkfallsaðgerðir. Það hefur ekki verið rætt enn þá innan samningseininganna en hins vegar er alveg ljóst að við munum ekki ganga frá borði nema að við náum fram styttingu út frá þeirri hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með.“
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10 Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45 Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15 Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Kjaraviðræður þokast hægt í rétta átt Enn á þó eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. 11. september 2019 10:10
Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara. 17. september 2019 06:45
Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. 24. september 2019 16:15
Ítreka kröfur um styttingu Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld. 14. september 2019 11:00