Arnar: Hef ekki upplifað annað eins Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 25. september 2019 18:43 Arnar stýrði kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í dag. vísir/andri marinó Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Þetta var engin drauma byrjun hjá nýráðnum þjálfara Íslands, Arnari Péturssyni, sem tapaði með 21 marki, 29-8, gegn Króatíu á útivelli í dag. „Ég hafði ekki þær væntingar að við myndum klára þær, ég vissi alveg að þetta yrði erfitt. Enn ég hafði þær væntingar, eftir að hafa skoðað Króatana vel, að við myndum standa meira í þeim en við gerðum,“ sagði Addi Pé aðspurður um þær væntingar sem hann hafði fyrir leikinn „Ég vissi að við værum töluvert á eftir þeim, sérstaklega líkamlega. Þær vinna okkur alltaf maður á mann og við unnum líka illa úr stöðunni tvær á tvær. Við eigum að gera betur í þessum stöðum en það er líka partur af þessu, að við erum eftirá hvað líkamlegt atgervi varðar. Þetta er eitthvað sem ég sem þjálfari, og við í heild þurfum að fara að skoða betur.“ Arnar segist geta tekið eitthvað aðeins jákvætt með sér eftir þennan leik, hann segir að vörnin hafi oft á tíðum verið að vinna vel og segir að bæði, Steinunn Björnsdóttir og Ester Óskarsdóttir, hafi unnið vel í vörninni og segir hann það vera eitthvað sem hann getur byggt á. Enn Arnar tekur undir það að sóknarleikurinn hafi verið afar erfiður í dag og að hann þurfi að skoða betur hvað hægt sé að gera fyrir leikinn gegn Frökkum á sunnudaginn „Sóknarlega var þetta erfitt, við viljum spila hraða sókn en það er spurning hvort við þurfum ekki að fara að hægja aðeins á okkur og reyna frekar að vinna betur úr stöðunum sóknarlega. Í upphafi leiks vorum við alveg að koma okkur í færi, en við klikkuðum á einhverjum 8-9 dauðafærum sem reif bara tennurnar úr stelpunum.“ Arnar segist ennþá vera að reyna að ná áttum á því hvað í raun og veru gerðist í leiknum og hann hafi hreinlega ekki upplifað annað eins áður „Ég er bara sjokkeraður að tapa með 20 mörkum, þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Hvað þá að skora bara 3 mörk í fyrri hálfleik, þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Arnar viðurkennir að hann sé ekki með miklar væntingar fyrir leikinn gegn heims- og evrópumeisturunum á sunnudaginn, sérstaklega ekki eftir þennan leik en hann gerir þær kröfur að stelpurnar geri betur „Ég geri bara þær kröfur að við gerum betur. Að við verðum hugrakkari í því sem við erum að gera, förum all-in og sleppum okkur,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15 Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Fleiri fréttir Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Króatía 29-8 Ísland | Stelpurnar steinlágu í Króatíu Frumraun Arnars Péturssonar með íslenska kvennalandsliðið fór eins illa og hugsast gat þegar liðið steinlá fyrir Króatíu í undankeppni EM 2020 í Osijek í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 25. september 2019 18:15