Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2019 20:00 Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21