Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2019 20:00 Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna