Hundrað þrjátíu og fjórir misstu vinnuna í fjármálageiranum í dag Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2019 19:26 Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. Dagurinn var blóðugur í fjármálageiranum þar sem 102 var sagt upp hjá Arion banka, 20 hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Er þetta hluti af þeirri þróun í fjármálageiranum þar sem störfum fækkar jafnt og þétt með tölvuvæðingu.Í upphafi árs störfuðu rúmlega 1.730 hjá bönkunum þremur en þeim hefur fækkað það sem af er ári um 182.Arion bankar sparar 1,3 milljarða í launakostnað á ári með þessu uppsögnum sem hófust klukkan níu í morgun þar sem starfsfólk var boðað á fund með mannauðsdeild. Þar var þeim tilkynnt um uppsögn og gert að yfirgefa bankann samstundis að fundi loknum. Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt þar sem tár féllu. „Ég get staðfest það að þetta hefur verið erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall okkar starfsmanna að kveðja, sumir eftir langan starfsferil og það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. Upplýsingar um uppsagnirnar láku út nokkrum dögum áður sem þykir heyra til undantekninga innan bankageirans. Benedikt segir þetta hafa verið skoðað.Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt í dag þar sem tár féllu.FBL/Ernir„Þær upplýsingar sem birtust voru ónákvæmar og ekki réttar. Og við höfum leitað af okkur þann grun að þær hafi ekki komið hér innanhúss. Og við teljum að þær séu frekar spekúlasjónir.“ „Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur gagnrýnt að Arion banki hafi ekki látið trúnaðarmenn vita af uppsögnunum með lögbundnum fyrirvara. íhugar hann að vísa málinu til Félagsdóms. Þessu hafnar Benedikt. „Við höfðum samband við trúnaðarmenn um leið og við gátum gert það. Við þurfum auðvitað að uppfylla önnur lög líka sem snúa að verðbréfamarkaðinum. Við erum skráð fyrirtæki í tveimur kauphöllum, ekki bara hér á Íslandi, og við fylgdum því öllu, lögum.“ „Það er ekki kveðið alveg á um í lögunum með hversu miklum fyrirvara, en það er kveðið á um samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga. Þegar svona stendur fyrir dyrum. Þannig að það er svolítið matskennt og við erum að skoða þetta,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir stóð yfir í rúma tvo mánuði og var það rætt þegar Benedikt var ráðinn bankastjóri Arion í júní. Mikilvægt sé að reksturinn sé árangursríkur í hörðu samkeppnisumhverfi þar sem álögur eru háar. Íslenskir bankar Markaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Bréf í Arion hækka eftir uppsagnir Fjárfestar virðast taka fréttum af stórtækum uppsögnum hjá Arion banka, sem tilkynnt var um í morgun, fagnandi ef marka má hlutabréfamarkaðinn í morgun. 26. september 2019 10:06 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri aðgerðunum til Félagsdóms vegna samráðsleysis. Dagurinn var blóðugur í fjármálageiranum þar sem 102 var sagt upp hjá Arion banka, 20 hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Er þetta hluti af þeirri þróun í fjármálageiranum þar sem störfum fækkar jafnt og þétt með tölvuvæðingu.Í upphafi árs störfuðu rúmlega 1.730 hjá bönkunum þremur en þeim hefur fækkað það sem af er ári um 182.Arion bankar sparar 1,3 milljarða í launakostnað á ári með þessu uppsögnum sem hófust klukkan níu í morgun þar sem starfsfólk var boðað á fund með mannauðsdeild. Þar var þeim tilkynnt um uppsögn og gert að yfirgefa bankann samstundis að fundi loknum. Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt þar sem tár féllu. „Ég get staðfest það að þetta hefur verið erfiður dagur. Enda er hér í höfuðstöðvunum hátt hlutfall okkar starfsmanna að kveðja, sumir eftir langan starfsferil og það er eðlilegt að þá komi tilfinningarnar fram,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion. Upplýsingar um uppsagnirnar láku út nokkrum dögum áður sem þykir heyra til undantekninga innan bankageirans. Benedikt segir þetta hafa verið skoðað.Starfsfólk bankans sagði andrúmsloftið hafa verið hryllilegt í dag þar sem tár féllu.FBL/Ernir„Þær upplýsingar sem birtust voru ónákvæmar og ekki réttar. Og við höfum leitað af okkur þann grun að þær hafi ekki komið hér innanhúss. Og við teljum að þær séu frekar spekúlasjónir.“ „Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur gagnrýnt að Arion banki hafi ekki látið trúnaðarmenn vita af uppsögnunum með lögbundnum fyrirvara. íhugar hann að vísa málinu til Félagsdóms. Þessu hafnar Benedikt. „Við höfðum samband við trúnaðarmenn um leið og við gátum gert það. Við þurfum auðvitað að uppfylla önnur lög líka sem snúa að verðbréfamarkaðinum. Við erum skráð fyrirtæki í tveimur kauphöllum, ekki bara hér á Íslandi, og við fylgdum því öllu, lögum.“ „Það er ekki kveðið alveg á um í lögunum með hversu miklum fyrirvara, en það er kveðið á um samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga. Þegar svona stendur fyrir dyrum. Þannig að það er svolítið matskennt og við erum að skoða þetta,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Undirbúningur fyrir uppsagnirnar og aðrar aðgerðir stóð yfir í rúma tvo mánuði og var það rætt þegar Benedikt var ráðinn bankastjóri Arion í júní. Mikilvægt sé að reksturinn sé árangursríkur í hörðu samkeppnisumhverfi þar sem álögur eru háar.
Íslenskir bankar Markaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46 Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Bréf í Arion hækka eftir uppsagnir Fjárfestar virðast taka fréttum af stórtækum uppsögnum hjá Arion banka, sem tilkynnt var um í morgun, fagnandi ef marka má hlutabréfamarkaðinn í morgun. 26. september 2019 10:06 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Uppsagnir í Arion ná til flestra sviða bankans Arion banki mun ekki leggja niður útibú þrátt fyrir uppsagnir. 26. september 2019 09:46
Uppsagnir í Arion banka: „Þetta verður erfiður dagur fyrir okkur öll“ Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sendi starfsfólki bankans tölvupóst í morgun þar sem hann tilkynnti um viðamiklar skipulagsbreytingar hjá bankanum sem samþykktar voru í af stjórn Arion banka í dag. 26. september 2019 09:18
Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Bréf í Arion hækka eftir uppsagnir Fjárfestar virðast taka fréttum af stórtækum uppsögnum hjá Arion banka, sem tilkynnt var um í morgun, fagnandi ef marka má hlutabréfamarkaðinn í morgun. 26. september 2019 10:06
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09