Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 23:30 Móttakan var haldin í New York. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. Í gamla daga hafi slíkir menn fengið aðra meðferð í dag.Þetta kemur fram í frétt New York Timessem byggð er á minnispunktum um hvað Trump sagði í móttöku sem haldin var til heiðurs starfsmanna fastanefndarinnar í morgun. Í ávarpi sínu minntist Trump ítrekað á uppljóstrarann sem kvartaði undan því að Trump hafi beðið forseta Úkraíunu að hefja rannsókn gegn Joe Biden, pólitískum andstæðingi sínum, og syni hans Hunter Biden.Allt er í háalofti í bandarískum stjórnmálum vegna málsins. Demókratar hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Trump vegna málsins. Kvörtunin sem lögð var fram, og var gerð opinber í dag, þykir sláandi og hefur hún vakið mikla athygli og sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, að hún væri skýrasta dæmið um að Trump hafi virt embættiseið sinn að vettugi.Sumum var brugðið, aðrir hlógu Ef marka má ummæli Trump virðist hann vera allt annað en sáttur við þann sem veitti uppljóstraranum upplýsingar um símtalið, en uppljóstrarinn var ekki viðstaddur þegar símtalið fór fram. Trump gerði einmitt lítið úr honum vegna þess, og sagði fréttaflutning af málinu vera „brenglaðan“. „Ég vil fá að vita hver það er sem gaf uppljóstraranum þessar upplýsingar vegna þess að sá hinn sami er ansi nálægt því að vera njósnari,“ sagði Trump og hélt áfram. „Þið vitið hvað var gert við njósnara í gamla þegar við vorum aðeins klárari þegar kom að njósnum og landráðum?“ Við gerðum hlutina aðeins öðruvísi en við gerum í dag,“ sagði Trump. Samkvæmt uppljóstraranum fékk hann upplýsingarnar sem um ræðir frá nokkrum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Um 50 starfsmen fastanefndarinnar og fjölskyldur þeirra voru viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla. Í frétt Times segir að sumum hafi brugðið við ummælin, en aðrir hafi hlegið. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Kelly Knight Craft, var viðstödd.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“