Hamfarahlýnun hrekur fólk á flótta Kristín S.Hjálmtýsdóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi og systurfélög okkar um heim allan taka þátt í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Í dag ætlum við að taka þátt í loftslagsverkfalli með unga fólkinu og krefjast þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Stjórnvöld verða að vera tilbúin að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að raunverulega draga úr losun. Tíminn er naumur. Hamfarahlýnun snertir okkur öll og afleiðingarnar munu aðeins aukast á komandi áratugum. Þegar auðlindir þverra og sífellt minna verður til skiptanna aukast líkur á átökum. Fleiri og fleiri munu neyðast til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta vegna loftslagsbreytinga, allt að 140 milljónir á næstu þremur áratugum. Með hlýnun jarðar hafa öfgar í veðurfari aukist og náttúruhamfarir haft skyndilegri og alvarlegri afleiðingar í för með sér. Brothættustu samfélögin verða verst úti þegar fellibyljir geysa, þurrkar verða langvinnir og flóð örari. Þess vegna skiptir máli að bregðast strax við. Hvert og eitt samfélag þarf að vera í stakk búið til að bregðast við þessari miklu vá. Í síðustu viku kom út skýrsla Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC), The Cost of Doing Nothing eða Kostnaðurinn við að gera ekki neitt, sem segir að það muni kosta okkur mun meira að gera ekkert, að stöðva ekki hlýnunina strax. Án alvöru aðgerða mun árlegur kostnaður neyðaraðstoðar vegna hamfara margfaldast. Svartsýnustu spár áætla 20 milljarða Bandaríkjadollara árið 2030, það eru um 2500 milljarðar íslenskra króna.Menntun stúlkna og loftslagið Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á að styðja stúlkur til mennta. Samkvæmt Project Drawdown, sem hefur tekið saman áreiðanlegustu staðreyndirnar um það hvernig best má sporna við hlýnun jarðar, er menntun stúlkna í 6. sæti og kemur þar á eftir m.a. minnkaðri matarsóun og björgun frumskóga. Með aukinni menntun eru stúlkur líklegri til að giftast síðar á lífsleiðinni og fresta barneignum. Þær eignast færri og heilbrigðari börn. Margt vinnur gegn því að stúlkur sæki skóla víða í lágtekjulöndum heims. Það er oftast verkefni stúlkna og kvenna að sækja vatn fyrir heimilið og stundum eyða stúlkur mörgum klukkustundum í að ganga að næsta vatnsbóli á meðan bræður þeirra sækja skóla. Rauði krossinn leggur því áherslu á að byggja vatnsbrunna við skólana svo stúlkur geti gert hvoru tveggja. Skólastúlkur njóta leiðsagnar sjálfboðaliða í stúlknahópum Rauða krossins þar sem þær mynda dýrmæt tengsl, ræða áskoranir sínar og hvetja hverja aðra til dáða. Þær fá þjálfun í því að standa á sínu og neita karlmönnum sem bjóða þeim pening fyrir kynlíf. Þá er unnið með þorpsnefndum og þorpshöfðingjum að því að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Allt eru þetta undirstöðuatriði í baráttunni fyrir menntun stúlkna. Menntun stúlkna er valdeflandi fyrir stúlkur og konur um allan heim. Menntun stúlkna er eitt beittasta vopn okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Ég vil hvetja þig til að mæta í dag og krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun