Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2019 08:15 Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Vísir/Friðrik „Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira