Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2019 08:15 Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Vísir/Friðrik „Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira
„Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira