Sextíu rafskútur á víð og dreif um borgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2019 16:04 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt eigendum Hopps og fulltrúa Nova sem styrkir verkefnið. Rafskútuleigan Hopp hóf starfsemi í dag og hefur 60 rafskútum verið dreift um miðborgina. Bæði ferðamenn og borgarbúar eru farnir að nýta sér þennan ferðamáta sem er vel þekktur í fjölmörgum Evrópulöndum og víðar. Á heimasíðu Hop kemur fram að um sé að ræða hágæða endingargóð rafmagnshlaupahjól sem séu byggð til að standast íslenskar aðstæður. Rafskútan sé byggð fyrir óslétta vegi, bleytu og vind. Notendur komist ansi langt á einni hleðslu og þurfi ekki að hafa áhyggjur á að rafskútan eyðileggist.Rafskúturnar og staðsetning þeirra klukkan 15:46 í dag.Þá sé rafskútan með háþróað bremsukerfi sem tryggi að farþegar geti ferðast þægilega og stjórnað hraðanum með öryggið í fyrirrúmi. Þar að auki séu demparar að framan til að gera ferðina enn mýkri. Mælt er með notkun hjálms til að gera ferðina öruggara. Í tilkynningu kemur fram að hægt verði að leigja hágæða rafskútur í miðbæ Reykjavíkur og stefnan er sett á að stækka svæðið í náinni framtíð. Sumarið og haustið hefur farið vel með okkur höfuðborgarbúa en veturinn er óumflýjanlegur og því eru rafskúturnar frá Hopp sterkbyggðar og hannaðar til þess að lifa veturinn af. Rafskútan er byggð fyrir óslétta vegi, bleytu, vind og allt það sem veturinn færir okkur. „Rafskúturnar hafa verið mjög vinsælar og eru bæði nýttar sem aðalferðamáti og til skemmtunar. Íslendingar hafa einnig verið að leigja rafskútur í miklum mæli erlendis og er frábært að nú hafa þeir tækifæri til að ferðast um miðbæinn okkar á þennan umhverfisvæna og skemmtilega máta,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopp í tilkynningu. Rafskúturnar eru staðsettar í miðbænum, allt frá Granda upp að Kringlu og niður í Laugardal. Þau eru sextíu talsins. Stök ferð kostar 100 krónu startgjald og svo þrjátíu krónur fyrir hverja mínútu á hjólinu. Skilja má rafskúturnar eftir hvar sem er innan þjónustusvæðisins. Með smáforritinu Hopp má sjá hvar rafskútur eru lausar til leigu. Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir IKEA innkallar rafhlaupahjól vegna slysahættu IKEA innkallar rafhlaupahjól af gerðinni PENDLA vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. 2. júlí 2018 11:05 Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Sjá meira
Rafskútuleigan Hopp hóf starfsemi í dag og hefur 60 rafskútum verið dreift um miðborgina. Bæði ferðamenn og borgarbúar eru farnir að nýta sér þennan ferðamáta sem er vel þekktur í fjölmörgum Evrópulöndum og víðar. Á heimasíðu Hop kemur fram að um sé að ræða hágæða endingargóð rafmagnshlaupahjól sem séu byggð til að standast íslenskar aðstæður. Rafskútan sé byggð fyrir óslétta vegi, bleytu og vind. Notendur komist ansi langt á einni hleðslu og þurfi ekki að hafa áhyggjur á að rafskútan eyðileggist.Rafskúturnar og staðsetning þeirra klukkan 15:46 í dag.Þá sé rafskútan með háþróað bremsukerfi sem tryggi að farþegar geti ferðast þægilega og stjórnað hraðanum með öryggið í fyrirrúmi. Þar að auki séu demparar að framan til að gera ferðina enn mýkri. Mælt er með notkun hjálms til að gera ferðina öruggara. Í tilkynningu kemur fram að hægt verði að leigja hágæða rafskútur í miðbæ Reykjavíkur og stefnan er sett á að stækka svæðið í náinni framtíð. Sumarið og haustið hefur farið vel með okkur höfuðborgarbúa en veturinn er óumflýjanlegur og því eru rafskúturnar frá Hopp sterkbyggðar og hannaðar til þess að lifa veturinn af. Rafskútan er byggð fyrir óslétta vegi, bleytu, vind og allt það sem veturinn færir okkur. „Rafskúturnar hafa verið mjög vinsælar og eru bæði nýttar sem aðalferðamáti og til skemmtunar. Íslendingar hafa einnig verið að leigja rafskútur í miklum mæli erlendis og er frábært að nú hafa þeir tækifæri til að ferðast um miðbæinn okkar á þennan umhverfisvæna og skemmtilega máta,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopp í tilkynningu. Rafskúturnar eru staðsettar í miðbænum, allt frá Granda upp að Kringlu og niður í Laugardal. Þau eru sextíu talsins. Stök ferð kostar 100 krónu startgjald og svo þrjátíu krónur fyrir hverja mínútu á hjólinu. Skilja má rafskúturnar eftir hvar sem er innan þjónustusvæðisins. Með smáforritinu Hopp má sjá hvar rafskútur eru lausar til leigu.
Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir IKEA innkallar rafhlaupahjól vegna slysahættu IKEA innkallar rafhlaupahjól af gerðinni PENDLA vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. 2. júlí 2018 11:05 Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Sjá meira
IKEA innkallar rafhlaupahjól vegna slysahættu IKEA innkallar rafhlaupahjól af gerðinni PENDLA vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. 2. júlí 2018 11:05
Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok. 21. júní 2019 07:30