Ekki svo viss Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. september 2019 09:45 Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosningabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af herkænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum. Í London lofar hann fjölgun í lögreglunni, í Skotlandi lofar hann bændum beinhörðum peningum. Í síðustu viku hélt Boris innreið sína í spítala til að sýna að honum er annt um heilbrigðiskerfið. Uppátækið snerist í höndunum á honum þegar faðir vikugamallar stúlku sem lá alvarlega veik á barnadeildinni vatt sér upp að forsætisráðherranum. „Dóttir mín dó næstum í gær,“ sagði Omar Salem við forsætisráðherrann. „Það er búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið og þú vogar þér að koma hingað í fjölmiðlasýningu.“ Boris svaraði svellkaldur: „Það eru engir fjölmiðlar hér.“ Salem benti á upptökumann sem beindi sjónvarpsmyndavél að forsætisráðherranum. „Hvað meinarðu? Hvaða fólk er þetta þá?“ Boris átti ekki til svar. En myndskeiðið þar sem Boris Johnson hafnar tilvist sjónvarpsmyndavélarinnar sem tekur upp afneitun hans birtist í öllum helstu fréttatímum.Jú, víst Dominic Cummings er einn umdeildasti maður Bretlands nú um stundir. Cummings var kosningastjóri útgöngusinna í kosningabaráttunni um Brexit og er nú aðalráðgjafi Borisar Johnson. Cummings er maðurinn á bak við eina stærstu lygi kosningabaráttu Brexit-liða, rútu sem ók um með slagorðinu: „Við sendum Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku; fjármögnum heldur heilbrigðiskerfið.“ Upphæðin var uppspuni. En sama hvað gagnrýnendur hrópuðu sig hása og sögðu að þetta væri ekki satt glottu Brexit-liðar bara og svöruðu „jú, víst“. Cummings er yfirlýstur aðdáandi Sun Tzu, kínversks hershöfðingja sem uppi var fimm öldum fyrir Krist og ritaði bókina Hernaðarlistin. Eitt af þeim heilræðum bókarinnar sem Cummings hefur hvað mest dálæti á fjallar um hvernig „vinna má stríðssigur án þess að berjast“ – eða, eins og Cummings útskýrir það í bloggfærslu: „Maður slær óvininn út af laginu með aðgerðum sem rugla hann í ríminu, sýndarárásum, blekkingum.“ Það virkar. Andstæðingar Borisar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Því augljósari sem lygin er því harðar neitar hann því að hann fari með fleipur. Svart er hvítt og hvítt er svart. Þótt þingið samþykkti lagafrumvarp um að Boris geti ekki dregið Breta samningslausa út úr Evrópusambandinu segir Boris: „Jú, víst.“ Þótt sérfræðingar fullyrtu að Boris gæti ekki frestað þinghaldi og komið þannig í veg fyrir að þingið skipti sér af Brexit sagði Boris: „Jú, víst.“ En í vikunni sagði Hæstiréttur Bretlands: „Hingað og ekki lengra.“ Þingfrestun Borisar var dæmd ólögleg.Sænsk hippakommúna Við Íslendingar höfum löngum staðið framarlega þegar kemur að nýjustu tískustraumum. Miðflokkurinn var ekki lengi að tileinka sér aðferðafræði Borisar og Cummings. Nú þegar Orkupakkamálið er frá virðist sem Miðflokkurinn hyggist næst marka sér sérstöðu með því að að afneita því augljósa. Þótt flestir séu sammála um að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógn við líf á jörðinni er Miðflokkurinn ekki svo viss. „Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi. Það kemur fáum á óvart að Miðflokkurinn skipi sér í flokk með mönnum eins og Donald Trump. Það sætir hins vegar furðu að þingmaður flokksins, Bergþór Ólason, sé gerður að formanni umhverfisnefndar Alþingis, nefndar sem fer með mál sem varða náttúruvernd og rannsóknir á sviði umhverfismála. Í hernaðarlíkingu í anda Cummings er uppátækið eins og ef Trójumenn hefðu dregið Trójuhestinn inn fyrir borgarhliðið vitandi að hann væri fullur af óvinveittum grískum hermönnum. Var Svarthöfði ekki laus í formannssetuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosningabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af herkænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum. Í London lofar hann fjölgun í lögreglunni, í Skotlandi lofar hann bændum beinhörðum peningum. Í síðustu viku hélt Boris innreið sína í spítala til að sýna að honum er annt um heilbrigðiskerfið. Uppátækið snerist í höndunum á honum þegar faðir vikugamallar stúlku sem lá alvarlega veik á barnadeildinni vatt sér upp að forsætisráðherranum. „Dóttir mín dó næstum í gær,“ sagði Omar Salem við forsætisráðherrann. „Það er búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið og þú vogar þér að koma hingað í fjölmiðlasýningu.“ Boris svaraði svellkaldur: „Það eru engir fjölmiðlar hér.“ Salem benti á upptökumann sem beindi sjónvarpsmyndavél að forsætisráðherranum. „Hvað meinarðu? Hvaða fólk er þetta þá?“ Boris átti ekki til svar. En myndskeiðið þar sem Boris Johnson hafnar tilvist sjónvarpsmyndavélarinnar sem tekur upp afneitun hans birtist í öllum helstu fréttatímum.Jú, víst Dominic Cummings er einn umdeildasti maður Bretlands nú um stundir. Cummings var kosningastjóri útgöngusinna í kosningabaráttunni um Brexit og er nú aðalráðgjafi Borisar Johnson. Cummings er maðurinn á bak við eina stærstu lygi kosningabaráttu Brexit-liða, rútu sem ók um með slagorðinu: „Við sendum Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku; fjármögnum heldur heilbrigðiskerfið.“ Upphæðin var uppspuni. En sama hvað gagnrýnendur hrópuðu sig hása og sögðu að þetta væri ekki satt glottu Brexit-liðar bara og svöruðu „jú, víst“. Cummings er yfirlýstur aðdáandi Sun Tzu, kínversks hershöfðingja sem uppi var fimm öldum fyrir Krist og ritaði bókina Hernaðarlistin. Eitt af þeim heilræðum bókarinnar sem Cummings hefur hvað mest dálæti á fjallar um hvernig „vinna má stríðssigur án þess að berjast“ – eða, eins og Cummings útskýrir það í bloggfærslu: „Maður slær óvininn út af laginu með aðgerðum sem rugla hann í ríminu, sýndarárásum, blekkingum.“ Það virkar. Andstæðingar Borisar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Því augljósari sem lygin er því harðar neitar hann því að hann fari með fleipur. Svart er hvítt og hvítt er svart. Þótt þingið samþykkti lagafrumvarp um að Boris geti ekki dregið Breta samningslausa út úr Evrópusambandinu segir Boris: „Jú, víst.“ Þótt sérfræðingar fullyrtu að Boris gæti ekki frestað þinghaldi og komið þannig í veg fyrir að þingið skipti sér af Brexit sagði Boris: „Jú, víst.“ En í vikunni sagði Hæstiréttur Bretlands: „Hingað og ekki lengra.“ Þingfrestun Borisar var dæmd ólögleg.Sænsk hippakommúna Við Íslendingar höfum löngum staðið framarlega þegar kemur að nýjustu tískustraumum. Miðflokkurinn var ekki lengi að tileinka sér aðferðafræði Borisar og Cummings. Nú þegar Orkupakkamálið er frá virðist sem Miðflokkurinn hyggist næst marka sér sérstöðu með því að að afneita því augljósa. Þótt flestir séu sammála um að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógn við líf á jörðinni er Miðflokkurinn ekki svo viss. „Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á þingi. Það kemur fáum á óvart að Miðflokkurinn skipi sér í flokk með mönnum eins og Donald Trump. Það sætir hins vegar furðu að þingmaður flokksins, Bergþór Ólason, sé gerður að formanni umhverfisnefndar Alþingis, nefndar sem fer með mál sem varða náttúruvernd og rannsóknir á sviði umhverfismála. Í hernaðarlíkingu í anda Cummings er uppátækið eins og ef Trójumenn hefðu dregið Trójuhestinn inn fyrir borgarhliðið vitandi að hann væri fullur af óvinveittum grískum hermönnum. Var Svarthöfði ekki laus í formannssetuna?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun