Allt sem við heyrðum hreyfði við okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 14:00 Systkinin Elís og Ida með fána og skilti sem þau gerðu í listasmiðju í vikunni. Sækja meðal annars innblástur í bókartitil Gretu Thunberg, Húsið okkar brennur. Fréttablaðið/Valli Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Tvíburasystkinin Ida Karólína Harris og Elís Frank Stephen Elís eru nýorðin 14 ára og hafa tekið þátt í loftslagsverkföllunum í miðborg Reykjavíkur síðan í mars. „Við reynum að fara eins oft og við getum því málefnið er svo mikilvægt,“ segir Ida. Farið þið alltaf saman? Elís: „Alltaf nema þegar ég var veikur, þá leið mér illa því mér fannst ég vera að svíkja málstaðinn.“ Hverju finnst ykkur þið breyta með því að mæta? Ida: „Fyrst og fremst umræðunni. Nú er farið að tala um vandann og umhverfið skiptir meira og meira máli. Við pældum ekkert í plastpokum áður en hugsum öðruvísi núna. Síminn minn eyðilagðist og ég get ekki keypt mér nýjan, mér liði svo illa með það, svo ég nota bara takkasímann sem ég var með þegar ég var átta ára.“ Þegar verkföllin byrjuðu voruð þið þá strax ákveðin í að vera með? Elís: „Já, en við héldum fyrst að þetta yrði bara í eitt skipti og fengum fullt af krökkum með okkur úr skólanum okkar, Laugalækjarskóla. “ Ida: „Ég fór í alla bekkina sagði krökkunum hvað væri að gerast og 150 krakkar komu með okkur þann dag, 30. mars. Mér fannst það æðislegt. Svo byrjaði fólkið að tala uppi á sviði og allt sem við heyrðum hreyfði við okkur systkinunum og opnaði augu okkar. Eftir það gátum við ekki bakkað út úr þessum verkföllum.“ Elís: „Fyrstu mótmælin voru alheimsmótmæli og þá voru um 2000 manns. Síðan komu oft um 150 en nú eru bara örfáir. Það koma sjaldan aðrir krakkar með okkur úr skólanum en það kemur samt fyrir.“ Ida: „Við fáum leyfi frá foreldrum okkar en skróp í skólanum þótt flestir kennarar séu bara ánægðir með okkur, enda skilum við öllu. Það sem við náum ekki að gera í skólanum gerum við heima.“ Hafið þið líka tekið þátt í listasmiðjunum í Ráðhúsinu í vikunni? Elís: „Já, við fórum þangað og prentuðum á boli og bjuggum til nælur og skilti.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira