Viðskipti og samvinna stuðla að framþróun ríkja Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 10. september 2019 07:00 Fyrsta minning mín um mikilvægi þess að styðja við þá sem minna mega sín var þegar ég og vinkonur mínar, þá 7 ára, settum upp tombólu og gáfum ágóðann, heilar 3.640 kr. til Rauða krossins – í fullvissu um að það myndi bæta heiminn. Þótt þessar krónur hafi eflaust ekki skipt sköpum fyrir Rauða krossinn var þetta fyrsta skref okkar vinkvenna í því að gefa til hinna þurfandi úti í heimi – fólks sem við myndum aldrei hitta í eigin persónu. Það var langtum betri tilfinning en að hendast út í sjoppu og kaupa sælgæti fyrir ágóðann.Öll ríki eru í þróun Í einlægum tilraunum sem þessum hefur því miður nokkurs yfirlætis gætt í hugarfari og orðavali. Framlög til uppbyggingar í hinum svokölluðu „vanþróuðu“ ríkjum hafa oftar en ekki verið hugsuð og útfærð á forsendum þeirra sem kölluð eru „þróuð“ ríki. Þau vilja vel – en átta sig ekki endilega á því hvað samvinnuaðilinn þarf í raun eða hvað virkar í því samfélagi til lengri tíma. Stöldrum því aðeins við og gefum því gaum hve hrokafullt orðavalið er í raun um „vanþróuð“ og „þróuð“ ríki. Er ekki réttara og sanngjarnara að tala um há- og lágtekjuríki í þessu samhengi? Sem betur fer hafa langflest samtök og fyrirtæki, einstaklingar og leiðtogar ríkja áttað sig á því að þróunarsamvinna snýst ekki um að gefa fjármagn í blindni eða þröngva eigin lausnum upp á önnur samfélög. Hún snýst um að huga að uppbyggingu þekkingar, kunnáttu og skipulags, sem til lengri tíma getur stuðlað að sjálfbærni og betri lífskjörum fyrir fólkið í viðkomandi landi og á þess forsendum. Þróunarsamvinna er nefnilega ekki svo einföld að „þróuð ríki leiði vanþróuð ríki út úr fátækt“. Öll ríki eru í þróun og því hefur eitt mesta framfaraskrefið í þessum efnum verið í þeim nýmælum að hvetja fyrirtæki til þátttöku þar sem viðskipti eru notuð með beinum hætti til að stuðla að þróun. Með þessum hætti er samvinna milli ríkja nýtt með auknum tækifærum og velsæld fyrir alla sem að samstarfinu koma.Íslensk fyrirtæki hefja þróunarsamvinnu með beinum hætti Fyrstu íslensku fyrirtækin sem nú leggja í slíka vegferð, fyrir tilstilli samstarfssjóðs utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið um heimsmarkmiðin, eru Marel og Thoregs. Bæði fyrirtækin munu stuðla að aukinni þekkingu á tækni og vinnslu í matvælaiðnaði með það að markmiði að hafa bein áhrif á verðmæti afurða, uppbyggingu atvinnumöguleika og sjálfbæran vöxt starfsemi í viðkomandi landi. Með sjóðnum fá fyrirtækin aukin tækifæri til að leggja lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu með því að leggja til þekkingu, fjármagn og búnað sem stuðlar að bættum lífskjörum í lágtekjuríkjum til lengri tíma, en geta líka skapað gagnkvæm viðskiptasambönd til framtíðar. Fjölmörg íslensk fyrirtæki geta miðlað þekkingu sinni og reynslu í nýju umhverfi þar sem dýrmæt samvinna verður til og sem ryður jafnvel brautir nýsköpunar svo að báðir aðilar verða reynslunni ríkari. Frá ungum tombóluhaldara til fyrirtækjafrömuða – við eigum það flest sammerkt að vilja bæta heiminn. Með beinni þátttöku í þróunarsamvinnu erum við nokkrum skrefum nær. Greinin er skrifuð í tilefni átaksins Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er á vegum félagasamtaka er starfa í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu í samstarfi við utanríkisráðuneyti. Markmið átaksins er að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, að taka þátt í þróunarsamvinnu og vinna þannig markvisst að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrsta minning mín um mikilvægi þess að styðja við þá sem minna mega sín var þegar ég og vinkonur mínar, þá 7 ára, settum upp tombólu og gáfum ágóðann, heilar 3.640 kr. til Rauða krossins – í fullvissu um að það myndi bæta heiminn. Þótt þessar krónur hafi eflaust ekki skipt sköpum fyrir Rauða krossinn var þetta fyrsta skref okkar vinkvenna í því að gefa til hinna þurfandi úti í heimi – fólks sem við myndum aldrei hitta í eigin persónu. Það var langtum betri tilfinning en að hendast út í sjoppu og kaupa sælgæti fyrir ágóðann.Öll ríki eru í þróun Í einlægum tilraunum sem þessum hefur því miður nokkurs yfirlætis gætt í hugarfari og orðavali. Framlög til uppbyggingar í hinum svokölluðu „vanþróuðu“ ríkjum hafa oftar en ekki verið hugsuð og útfærð á forsendum þeirra sem kölluð eru „þróuð“ ríki. Þau vilja vel – en átta sig ekki endilega á því hvað samvinnuaðilinn þarf í raun eða hvað virkar í því samfélagi til lengri tíma. Stöldrum því aðeins við og gefum því gaum hve hrokafullt orðavalið er í raun um „vanþróuð“ og „þróuð“ ríki. Er ekki réttara og sanngjarnara að tala um há- og lágtekjuríki í þessu samhengi? Sem betur fer hafa langflest samtök og fyrirtæki, einstaklingar og leiðtogar ríkja áttað sig á því að þróunarsamvinna snýst ekki um að gefa fjármagn í blindni eða þröngva eigin lausnum upp á önnur samfélög. Hún snýst um að huga að uppbyggingu þekkingar, kunnáttu og skipulags, sem til lengri tíma getur stuðlað að sjálfbærni og betri lífskjörum fyrir fólkið í viðkomandi landi og á þess forsendum. Þróunarsamvinna er nefnilega ekki svo einföld að „þróuð ríki leiði vanþróuð ríki út úr fátækt“. Öll ríki eru í þróun og því hefur eitt mesta framfaraskrefið í þessum efnum verið í þeim nýmælum að hvetja fyrirtæki til þátttöku þar sem viðskipti eru notuð með beinum hætti til að stuðla að þróun. Með þessum hætti er samvinna milli ríkja nýtt með auknum tækifærum og velsæld fyrir alla sem að samstarfinu koma.Íslensk fyrirtæki hefja þróunarsamvinnu með beinum hætti Fyrstu íslensku fyrirtækin sem nú leggja í slíka vegferð, fyrir tilstilli samstarfssjóðs utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið um heimsmarkmiðin, eru Marel og Thoregs. Bæði fyrirtækin munu stuðla að aukinni þekkingu á tækni og vinnslu í matvælaiðnaði með það að markmiði að hafa bein áhrif á verðmæti afurða, uppbyggingu atvinnumöguleika og sjálfbæran vöxt starfsemi í viðkomandi landi. Með sjóðnum fá fyrirtækin aukin tækifæri til að leggja lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu með því að leggja til þekkingu, fjármagn og búnað sem stuðlar að bættum lífskjörum í lágtekjuríkjum til lengri tíma, en geta líka skapað gagnkvæm viðskiptasambönd til framtíðar. Fjölmörg íslensk fyrirtæki geta miðlað þekkingu sinni og reynslu í nýju umhverfi þar sem dýrmæt samvinna verður til og sem ryður jafnvel brautir nýsköpunar svo að báðir aðilar verða reynslunni ríkari. Frá ungum tombóluhaldara til fyrirtækjafrömuða – við eigum það flest sammerkt að vilja bæta heiminn. Með beinni þátttöku í þróunarsamvinnu erum við nokkrum skrefum nær. Greinin er skrifuð í tilefni átaksins Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er á vegum félagasamtaka er starfa í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu í samstarfi við utanríkisráðuneyti. Markmið átaksins er að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, að taka þátt í þróunarsamvinnu og vinna þannig markvisst að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun