Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 06:07 Mönnunum var bjargað um borð í TF EIR klukkan 02:52 í nótt. vísir/vilhelm Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira