Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 06:07 Mönnunum var bjargað um borð í TF EIR klukkan 02:52 í nótt. vísir/vilhelm Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira