Þurftu að hífa úr meiri hæð en venjulega vegna nálægðar við bjargið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 08:08 Skjáskot úr myndbandinu sem sýnir þegar sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bátinn sem strandaði. Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Landhelgisgæslan þurfti að hífa úr meiri hæð en venjulega þegar tveimur skipverjum af handfærabát sem strandað hafði rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi var bjargað í nótt. Venjulega hífir Gæslan í 30 til 60 feta hæð (níu til átján metrar) en að sögn Guðmundar Rúnars Jónssonar, varðstjóra hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þurfti þyrlan að vera í 200 til 250 fetum (60 til 72 metrar) í nótt og hífa úr þeirri hæð vegna nálægðar bátsins við þverhnípt bjarg. „Þetta er alveg upp undir 60 metra háum klettum og þess vegna var ekki hægt að fara það neðarlega með þyrluna. Þeir voru því að hífa í mun meiri hæð en allajafna. Yfirleitt eru þeir kannski í 30 til 60 fetum en núna voru þeir í 200 til 250 fetum. En það gekk upp,“ segir Guðmundur. Myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fer ofan í skipið má sjá hér fyrir neðan. Myndbandið sýnir ágætlega hina miklu hæð sem þyrlan var í við björgunina.Sjá einnig:Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Vegna þverhnípisins var nánast ófært að skipinu ofan frá og þá var heldur ekki fært af sjó. Öruggasta leiðin til að ná mönnunum af bátnum var því með þyrlu. Mennirnir dvöldu innanskips í bátnum alveg þar til þyrlan kom á svæðið og voru í tiltölulega góðu ástandi að sögn Guðmundar. Aðspurður hvort að mennirnir verið í þeirri hættu að báturinn myndi sökkva segir Guðmundur erfitt að fullyrða um það. Báturinn hafi hins vegar verið búinn að skorða sig og að falla út. Báturinn er enn á vettvangi og eins og greint var frá í morgun verða aðstæður þar kannaðar nú þegar birt hefur til með tilliti til þess hvort hægt sé að bjarga bátnum af strandstað. Ekki er vitað hvers vegna báturinn strandaði.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira