Verðmunur á nýjum og gömlum íbúðum kominn niður í níu prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 08:31 Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hlutdeild nýbygginga í kaupsamningum það sem af er ári nemur 11% og hefur lækkað nokkuð frá því í fyrra. Þetta er fyrsta lækkun á hlutfalli nýbygginga síðan árið 2010 en á árunum 2010-2018 jókst hlutfallið úr 3% í 15%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða auknum fjölda nýbygginga lækkaði verðmunur þeirra og annarra íbúða jafnframt úr 30% niður í 9% á árunum 2014 til 2018, sem í skýrslunni er sagt gefa til kynna „minnkandi arðsemi.“ Á síðustu tveimur árum hefur meðalsölutími nýrra íbúða einnig aukist og hlutfall þeirra sem seljast undir ásettu verði hækkað á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bendi allt saman til þess að virkari samkeppni sé nú á markaði nýbygginga, kaupendum í hag.Líkur á fyrirhuguðum fasteignakaupum minnkað lítillega Samkvæmt könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóðs hafa líkur einstaklinga á að kaupa sér fasteign á næstu sex mánuðum lækkað lítillega frá því í byrjun árs, bæði utan höfuðborgarsvæðisins og innan þess. Þessar niðurstöður eru sagðar nokkuð á skjön við vísitölu fyrirhugaðra húsnæðiskaupa frá Gallup, sem mældi mikla hækkun á þeim mælikvarða milli mars og júní í ár. Á síðustu tíu árum hefur byggðum íbúðum fjölgað um rúmlega 11% á landsvísu. Fjölgunin er hlutfallslega mest á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu og minnst á Austurlandi og á Vestfjörðum. Viðsnúningur íbúðalána Eftir að hafa fækkað samfellt fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði íbúðalánum í maí, júní og júlí. „Samhliða því hefur tegund íbúðalánanna breyst á þessum mánuðum en bankalán á breytilegum vöxtum hafa sótt í sig veðrið. Flest lánanna á síðustu þremur mánuðum voru tekin á breytilegum vöxtum, sem er viðsnúningur frá fyrri mánuði ársins þegar meirihluti lánanna var tekinn á föstum vöxtum.“ Skýrslu Íbúðalánasjóðs má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira