Ótrúlegur lokakafli í New Orleans | Stigamennirnir unnu án Brown 10. september 2019 09:21 Leikmenn Saints fagna sigursparki Lutz. vísir/getty Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019 NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Það var boðið til veislu í mánudagsleikjum NFL-deildarinnar í nótt og þá sérstaklega í leik New Orleans Saints og Houston Texans. Bæði lið léku stórkostlegan bolta en lokakaflinn var ekki fyrir hjartveika. DeShaun Watson, leikstjórnandi Texans, keyrði ótrúlega lokasókn hjá sínu liði sem endaði með því að liðið skoraði snertimark er um 40 sekúndu voru eftir.Deshaun Watson Ice in his veins!@HoustonTexans@deshaunwatson#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/wIoRgPzoHB — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þar með átti dagskránni að vera lokið en þá bað leikstjórnandi Saints, Drew Brees, menn vinsamlegast um að halda á öllaranum sínum. Hann keyrði liðið nægilega langt upp til þess að eiga kost á vallarmarki. Það var svo Wil Lutz sem negldi 58 jarda spark til þess að tryggja Saints sigur. Algjörlega magnað.Wil called game! @wil_lutz5@Saints#HOUvsNO : ESPN : NFL app // Yahoo Sports app Watch on mobile: https://t.co/61B66fsGkcpic.twitter.com/ndc6xSbJ67 — NFL (@NFL) September 10, 2019 Brees endaði með 370 jarda og tvö snertimörk. Watson var með 268 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hann hljóp líka glæsilega fyrir einu snertimarki. Hlaupari Saints, Alvin Kamara, var með samtals 170 jarda í leiknum og útherjinn einstaki, Michael Thomas, greip tíu bolta fyrir 123 jördum. Það hefur heldur betur gustað um Oakland Raiders síðustu daga og þá aðallega vegna útherjans Antonio Brown. Stigamennirnir náðu að leggja það allt til hliðar fyrir leikinn gegn Denver í gær og vinna sannfærandi sigur, 24-16, eftir að hafa verið 14-0 yfir í hálfleik. Derek Carr, leikstjórandi Oakland, með 259 jarda og eina snertimarkssendingu. Nýliðahlauparinn Josh Jacobs byrjaði ferilinn frábærlega með 85 hlaupajördum og tveimur snertimörkum.Final: The @Raiders win 24 - 16. pic.twitter.com/aeEwemeuKz — NFL (@NFL) September 10, 2019 Þetta var sigur númer 100 á ferli Jon Gruden, þjálfara Raiders, og hann var eðlilega kátur.Technically, it can still be #VictoryMonday. Win No. for Coach Gruden was a special one. pic.twitter.com/jsr5240uOM — Oakland Raiders (@Raiders) September 10, 2019
NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Sjá meira