Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:07 Bolton hefur verið einn helsti harðlínumaður í utanríkis- og varnarmálum Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hann varð ekki langlífur í starfi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa rekið John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa sinn, í gærkvöldi. Forsetinn tilkynnti um þetta í tísti í dag og sagðist þar hafa verið afar ósammála Bolton um margar tillögur hans. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump en forsetinn segist ætla að tilnefna þann fjórða í næstu viku. Bolton þrætir fyrir lýsingu forsetans og segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. „Ég upplýsti John Bolton í gærkvöldi um að þjónustu hans væri ekki lengur þarfnast í Hvíta húsinu. Ég var afar ósammála mörgum tillögum hans, eins og aðrir í ríkisstjórninni og þess vegna óskaði ég eftir afsögn Johns sem hann hann afhenti mér í morgun,“ tísti Trump. Bolton tók við starfinu í mars í fyrra eftir að Trump lét H.R. McMaster fara. Sjálfur gegndi McMaster starfinu aðeins í rúmt ár eða frá því að Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér þegar í ljós kom að hann hafði logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra.I informed John Bolton last night that his services are no longer needed at the White House. I disagreed strongly with many of his suggestions, as did others in the Administration, and therefore....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 10, 2019 Bolton tísti skömmu eftir að Trump greindi frá brottrekstrinum og virtist þar gefa nokkuð aðra mynd af hvernig starfslok hans bar að en forsetinn. „Ég bauðst til þess að segja af mér í gærkvöldi og Trump forseti sagði: „Tölum um það á morgun.““I offered to resign last night and President Trump said, "Let's talk about it tomorrow."— John Bolton (@AmbJohnBolton) September 10, 2019 Á Fox-sjónvarpsstöðinni lýsti Brian Kilmeade, þáttastjórnandi, smáskilaboðasamskiptum sínum við Bolton eftir að Trump tilkynnti um að hann hyrfi á braut. Bolton vildi halda því til haga að hann hefði sagt af sér. Robert Costa, blaðamaður Washington Post, lýsir sambærilegum samskiptum við Bolton. „Bolton sendiherra sendi mér smáskilaboð rétt í þessu: „Látum það vera skýrt, ég sagði af mér eftir að ég bauðst til þess í gærkvöldi“,“ tísti Costa.„Ég mun hafa mitt að segja þegar þar að kemur en ég hef gefið þér staðreyndirnar um afsögn mína. Það eina sem mér er hugað um er þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði Bolton við Costa.Ambassador Bolton sends me a text message just now: “Let's be clear, I resigned, having offered to do so last night.”— Robert Costa (@costareports) September 10, 2019 New York Times setur brottrekstur Bolton í samhengi við tilraunir Trump til friðkaupa við tvo helstu óvini Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og talibana í Afganistan. Bolton hefur verið nafntogaðasti harðlínumaðurinn í utanríkis- og varnarmálum í Bandaríkjunum um áratugaskeið, ekki síst gagnvart Norður-Kóreu og Íran. Trump hefur þrátt fyrir það haldið áfram að vingast við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og horft í gegnum fingur sér þegar Norður-Kóreumenn halda eldflaugatilraunum sínum áfram. Nú síðast hafði hann boðið fulltrúum talibana til friðarviðræðna á forsetabúgarðinn Camp David. Trump er talinn vilja fækka verulega í herliði Bandaríkjanna í Afganistan en Bolton var mótfallinn því að það gerðist í krafti samningaviðræðna við talibana.Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. 27. maí 2019 12:16