Forseti Íslands hvetur þingheim til hugrekkis og forðast að ala á ótta Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 21:30 Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi. Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi.
Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45
Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30
Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15