Hárteygjan fyrir dótturina rauk upp í verði hjá Íslandspósti Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 16:49 Veru brá þegar heildarkostnaður við drasl sem hún pantaði fyrir dóttur sína frá Ali Express lá fyrir. Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51