Fótbolti

Tíu marka stórsigur Wolfsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Þýskalandi með Wolfsburg á síðustu leiktíð.
Sara Björk Gunnarsdóttir varð meistari í Þýskalandi með Wolfsburg á síðustu leiktíð. Getty/ TF-Images
Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í þýska meistaraliðinu Wolfsburg unnu stórsigur á Mitrovica frá Kósovó í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn var ekki með Wolfsburg í dag vegna meiðsla. Hún sagði við mbl.is að hún hefði fengið högg á ökklann um síðustu helgi og það hafi verið ákveðið að hún myndi hvíla í þessum leik, en ekki er þó um alvarleg meiðsli að ræða.

Þrátt fyrir að Sara Björk hafi ekki getað verið með var Wolfsburg ekki í vandræðum með að rúlla upp liði Mitrovica. Fyrsta hálftímann skoruðu þýsku meistararnir þrjú mörk og var staðan 3-0 í hálfeik.

Í seinni hálfleik skoraði Pernille Harder þrennu, Claudia Neto skoraði tvö mörk og þær Kristine Hegland-Minde og Noelle Maritz gerðu eitt hvor. Lokastaðan var því 10-0 og er Wolfsburg komið með níu og hálfa tá í 16-liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×