Rukka lengur og meira og gjaldskylda á sunnudögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 12:17 Það verður dýrar að leggja bílnum í miðborginni með samþykkt tillögunnar. Vísir/vilhelm Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla. Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.Sjá einnig: Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og aðalmaður í skipulags- og samgönguráði greindi frá samþyktinni á Twitter-reikningi sínum í gær.Í skipulags og samgönguráði samþykktum við að lengja gjaldskyldutíma til kl. 20 á vinsælustu stöðum. Þá verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum #aðförin #scpv— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) September 11, 2019 Gjaldskyldutillögurnar voru samþykktar í ráðinu af borgarfulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Í samþykktinni, sem nú er aðgengileg í fundargerð ráðsins á vef Reykjavíkurborgar, kemur fram að gjaldsvæði í borginni verði stækkað og afmarkast nú eins og sést á meðfylgjandi korti. Þá verður Borgartún gert að gjaldsvæði 1 í stað gjaldsvæðis 2, frá Katrínartúni að Bríetartúni.Skjáskot/ReykjavíkurborgEinnig verður gjaldskylda lengd á gjaldsvæði 1, að undanskildu Borgartúni, frá 9-20 virka daga og frá 10-20 á laugardögum. Þá verði gjaldskylda sett á svæðið á sunnudögum frá 10-16, einnig að undanskildu Borgartúni. Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. Gjald hækkað fyrir gjaldsvæði 1 úr 340 kr/klst í 400 kr/klst og á gjaldsvæði 2 og 4 úr 190 kr/klst í 200 kr/klst. Á gjaldsvæði 3 verður sú breyting gerð að gjaldið verði 100 kr/klst í stða þess að vera 190 kr/klst fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar og 55 kr/klst eftir það. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:Nú er lagt til að lengja gjaldskyldutímann, hafa gjaldskyldu á sunnudögum og gera fleiri gjaldsvæði að gjaldsvæði 1. Allt snýst þetta um að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum í bæinn. Annar ávinningur er ekki sýnilegur. Afleiðingar munu ekki standa á sér, æ fleiri Íslendingar, íbúar úthverfa munu hætta að leggja leið sína í bæinn. Þetta eru harkalegar aðgerðir á meðan ekki er boðið upp á strætó sem fýsilegan kost. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla, líka þá sem koma á bíl sínum. Í það minnsta er nokkuð ljóst að þetta mun varla leiða til þess fólk sem býr langt frá miðbænum ákveði nú að leggja bíl sinum og koma hjólandi í miðbæinn. Allir vita að það mun varla gerast. Fólk notar bíl sinn af mörgum ástæðum. Gagnbókun fulltrúa Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hljóðaði svo:Stækkun gjaldskyldra svæða og lenging gjaldskyldutíma er í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið og útfærð í stýrihópi um bílastæðamál. Markmiðin eru: betri stýring umferðar, hagkvæmari nýting stæða og auknar tekjur. Sanngjörn gjaldtaka hvetur til fjölbreyttari ferðamáta og minnkar umfang þess að fallegt borgarrými sé nýtt sem langtímageymslusvæði fyrir bíla.
Bílar Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Leggja til lengri gjaldskyldutíma og gjaldtöku á sunnudögum Hingað til hefur gjaldskylda takmarkast við 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga. 4. júlí 2019 14:26