Andrés Ingi leggur fram frumvarp um snöggskilnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 16:13 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að fólk hljóti að geta ákveðið jafnhratt hvort það vilji gifta sig og hvort það vilji skilja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar. Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður, ætlar að gera hjónum kleyft að krefjast strax lögskilnaðar. Þannig þurfi fólk ekki lengur að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það geti fengið endanlegan lögskilnað. Alþingi var sett á þriðjudag, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína í gærkvöldi og í dag fer fram umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þingið er samt komið af stað. „Fyrsta þingmálið sem ég legg fram þennan þingveturinn er komið í loftið. Það snýst um það sem ég hef kallað snöggskilnaði,“ segir Andrés Ingi. „Í núverandi kerfi þarf fólk gjarnan að sitja af sér hálft ár skilið að borði og sæng áður en það getur fengið endanlegan lögskilnað. Eina heimildin til að veita lögskilnað án slíks undanfara er ef annað hjóna játar á sig hjúskaparbrot, líkamsárás eða kynferðisbrot.“ Andrés segir að verði frumvarp hans að lögum geti fólk strax fengið lögskilnað, hverjar svo sem ástæðurnar kunni að vera, ef hjón eru sammála um það og engir sérstakir hagsmunir eru fyrir hendi sem krefjast annars. „Ef við treystum fullorðnu fólki til að ákveða hvort það viljist giftast hvort öðru án þess að það þurfi 6 mánaða reynslutíma, þá hljótum við að treysta því til að ákveða hvort það vilji hætta að vera gift.“Andrés Ingi er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem nýtur stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar.
Alþingi Ástin og lífið Fjölskyldumál Vinstri græn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira