Fleiri á móti hernaðaruppbyggingu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2019 08:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittust á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Pence kom hingað í opinbera heimsókn í síðustu viku. Honum varð tíðrætt um öryggis- og varnarmál í heimsókninni og mikilvægi þeirra en ef marka má könnunina vilja kjósendur Katrínar ekki sjá mikið af hernaðaruppbyggingu hér á landi. vísir/vilhelm Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira