Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:57 Mike Pence mætir í Höfða á miðvikudag í síðustu viku. Vísir/vilhelm Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55
Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57