Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:57 Mike Pence mætir í Höfða á miðvikudag í síðustu viku. Vísir/vilhelm Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð. Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund. Þetta kemur fram í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá málinu. Heimsókn Pence til Reykjavíkur þann 4. september síðastliðinn fór vart fram hjá nokkrum íbúa höfuðborgarsvæðisins en mikill viðbúnaður var vegna komu hans. Götulokanir settu svip sinn á borgina yfir daginn og þá sinntu fjölmargir lögreglumenn öryggisgæslu á viðkomustöðum varaforsetans, einkum við Höfða í Borgartúni þar sem Pence fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Frekari sundurliðun kostnaðar má sjá í töflunni hér að neðan.Þá var kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanni Færeyja og formanni landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Sundurliðaðan kostnað vegna heimsóknar Merkel og félaga má sjá í töflunni hér að neðan.Leiðtogarnir voru hér á landi í tvo sólarhringa en öryggisgæsla þeirra var nokkuð frjálslegri en í tilfelli Pence. Merkel fékk sér til að mynda göngutúr í miðborginni en til hennar sást á röltinu í Bankastræti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heimsókn Mike Pence Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55 Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér. 10. september 2019 11:55
Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinar liggur ekki fyrir en hann virðist hafa verið meiri en við fyrri heimsóknir erlendra ráðamanna. 6. september 2019 17:57
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent