Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar.
Tíðindin eru nokkuð óvænt þar sem í gær virtist hafa komið bakslag í viðræðurnar. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.
Bárður Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, hitti í dag forseta þingsins og tilkynnti honum um niðurstöðuna. Hann hefur nú nokkra daga til að komast að samkomulagi við hina flokkana tvo um skiptingu ráðuneyta.
Samkomulag í höfn í Færeyjum

Tengdar fréttir

Ríkisstjórnin missti meirihlutann í Færeyjum
Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum.

Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag
37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti.

Bakslag í viðræðurnar
Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.