Fyrirlitlegir vindbelgir Sif Sigmarsdóttir skrifar 14. september 2019 09:00 Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er í krísu í Bretlandi. Reiðiköll fylltu neðri deild breska þingsins í vikunni þegar þinghaldi var frestað um fimm vikur. „Skammastu þín!“ hrópuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar að Boris Johnson forsætisráðherra er hann yfirgaf þingsal. Orðið „þöggun“ sveif yfir vötnum – og höfðum – á heimagerðum skiltum þingmanna. Flestum ber saman um að þessi lengsta þingfrestun frá því í síðari heimsstyrjöldinni sé ófyrirleitin tilraun Johnsons til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. október. Breska þingið vill ekki Brexit án samnings. Boris Johnson er hins vegar staðráðinn í að Brexit verði að veruleika á tilsettum tíma „óháð afleiðingum“ – sem gætu orðið hærra matvælaverð í Bretlandi, lyfjaskortur og óeirðir á götum úti. En Johnson leiðir ekki aðeins hjá sér svartsýnisspár heldur líka lýðræðislegar leikreglur. Á dögunum samþykkti þingið lagafrumvarp sem tryggir að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði frestað takist ekki samningar við sambandið fyrir miðjan október. Johnson gefur í skyn að hann kunni að hunsa lögin. Ekki nóg með það. Æðsti dómstóll Skotlands komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefði verið ólögmæt. Hæstiréttur Bretlands mun skera úr um málið í næstu viku. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan í Bretlandi sem óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Johnsons. „Hve þunnur spónn er siðmenning okkar,“ skrifar Matthew Parris, félagi í Íhaldsflokknum og dálkahöfundur breska dagblaðsins The Times, í tregafullum pistli um stöðu mála. „Vert er að muna að rotnun stjórnmála hefst ekki alltaf með valdaráni heldur litlum, lævísum skrefum.“ Parris kennir Johnson þó ekki um hvernig komið er. „Satt er að Johnson er vindbelgur og fyrirlitlegur tækifærissinni,“ skrifar Parris. „En slíkir menn verða alltaf til, sveimandi ránfuglar við ystu brún vandræða í stjórnmálum. Þeir stofna ekki til vandræðanna; þeir nærast á þeim. Fjaðrahamur Johnsons kann að vera hrífandi, en fugl sá er hrææta.“ En hverjum er þá um að kenna? Alþingi Íslendinga var sett í vikunni. Við þingsetningu gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðræðishefðina að umtalsefni. Hann sagði að við mættum „varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu“. Skildu margir það sem svo að hann vísaði í uppþot um þriðja orkupakkann. Í stefnuræðu sinni vék Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðum að popúlískum hreyfingum sem vex víða fiskur um hrygg og leiðir „þeirra ófyrirleitnu“ til að komast til valda. Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Hvernig lýðræðinu reiðir af er hins vegar undir þeim sjálfum komið. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum. Lýðræðið stendur víða höllum fæti. Stóra spurningin er þó ekki: Mun Miðflokkurinn komast í ríkisstjórn? Stóra spurningin er: Hvernig munu hinir flokkarnir bregðast við fylgi hans? Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun