Byggingarverktakar kvíða ekki vetrinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2019 14:30 Gylfi Gíslason, sem er framkvæmdastjóri Jáverks á Selfossi. Fyrirtækið er með um 130 starfsmenn í vinnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks á Selfossi segir stöðuna á markaðnum góða og hann kvíðir ekki vetrinum enda næg verkefni í gangi og framunda. Jáverk á Selfossi er stærsti byggingarverktakinn á Suðurlandi með um 130 starfsmenn í vinnu. Fyrirtækið hefur sinnt mörgum stórum verkefnum í gegnum árin og það er enginn verkefnaskortur í gangi. En hvað segir Gylfi almennt um stöðuna á byggingamarkaðnum? „Hún er nú bara nokkuð góð. Það hefur auðvitað eitthvað hægt á í íbúðarbyggingum, þó það væri uppsöfnuð þörf en þá virðist mönnum ekki hafa tekist að uppfylla þá þörf, sem er fyrir hendi, þar að segja í verðum, þannig að það eru ákveðin svæði, sem hafa gengið illa í sölu. Almennt er þó bara ágætis ástand framundan á byggingamarkaðnum. Það er meiri stöðugleiki yfir þessu heldur en maður kynntist hér á árunum fyrir hrun“. En hvernig leggst veturinn í Gylfa og hans starfsmenn hjá JÁVERKI? „Bara gríðarlega vel, verkefnastaða okkar er frábær, við erum ágætlega settir næstu tvö árin en auðvitað getum við alltaf blómum á okkur bætt“. Gylfi segir mörg stór verkefni í gangi hjá fyrirtækinu. „Já, hér á Suðurlandi erum við t.d. nýbyrjuð á miðbænum á Selfossi, sem er stórt og skemmtilegt verkefni, við verðum í Eden byggðinni í Hveragerði, við erum að byrja að byggja íbúðir í Grænumörkinni á Selfossi með aldurskvöð. Á höfuðborgarsvæðinu erum við líka með stór verkefni, 330 stúdentaíbúðir fyrir Háskólann í Reykjavík, íbúðir fyrir Hrafnistu, íbúðir fyrir Búseta, þannig að verkefnastaðan er góð“, segir Gylfi. Árborg Vinnumarkaður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira
Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks á Selfossi segir stöðuna á markaðnum góða og hann kvíðir ekki vetrinum enda næg verkefni í gangi og framunda. Jáverk á Selfossi er stærsti byggingarverktakinn á Suðurlandi með um 130 starfsmenn í vinnu. Fyrirtækið hefur sinnt mörgum stórum verkefnum í gegnum árin og það er enginn verkefnaskortur í gangi. En hvað segir Gylfi almennt um stöðuna á byggingamarkaðnum? „Hún er nú bara nokkuð góð. Það hefur auðvitað eitthvað hægt á í íbúðarbyggingum, þó það væri uppsöfnuð þörf en þá virðist mönnum ekki hafa tekist að uppfylla þá þörf, sem er fyrir hendi, þar að segja í verðum, þannig að það eru ákveðin svæði, sem hafa gengið illa í sölu. Almennt er þó bara ágætis ástand framundan á byggingamarkaðnum. Það er meiri stöðugleiki yfir þessu heldur en maður kynntist hér á árunum fyrir hrun“. En hvernig leggst veturinn í Gylfa og hans starfsmenn hjá JÁVERKI? „Bara gríðarlega vel, verkefnastaða okkar er frábær, við erum ágætlega settir næstu tvö árin en auðvitað getum við alltaf blómum á okkur bætt“. Gylfi segir mörg stór verkefni í gangi hjá fyrirtækinu. „Já, hér á Suðurlandi erum við t.d. nýbyrjuð á miðbænum á Selfossi, sem er stórt og skemmtilegt verkefni, við verðum í Eden byggðinni í Hveragerði, við erum að byrja að byggja íbúðir í Grænumörkinni á Selfossi með aldurskvöð. Á höfuðborgarsvæðinu erum við líka með stór verkefni, 330 stúdentaíbúðir fyrir Háskólann í Reykjavík, íbúðir fyrir Hrafnistu, íbúðir fyrir Búseta, þannig að verkefnastaðan er góð“, segir Gylfi.
Árborg Vinnumarkaður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira