Lífið

Ariana Grande, Miley Cyrus og Lana Del Rey gefa út tónlistarmyndband

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ariana Grande, Lana Del Rey og Miley Cyrus skarta vængjum í tónlistarmyndbandinu fyrir Don't Call Me Angel.
Ariana Grande, Lana Del Rey og Miley Cyrus skarta vængjum í tónlistarmyndbandinu fyrir Don't Call Me Angel. skjáskot/youtube
Ariana Grande, Miley Cyrus og Lana Del Rey stilltu saman strengi sína og gáfu í gær út lag í tilefni af endurgerð Charlie‘s Angels. Lagið heitir Don‘t Call Me Angel sem þýðist yfir á íslensku sem Ekki kalla mig engil.

Þremenningarnir spóka sig um í risa stóru glæsihúsi og skarta vængjum í myndbandinu. Del Rey röltir um vel búið vopnabúr á meðan Cyrus heldur sig til í box-hring, þar sem hún skiptist á að boxa og „pynta“ fanga.



Þær gæða sér einnig á dýrindis mat áður en Elizabeth Banks, sem leikur Bosley í myndinni og leikstýrir henni, segir Englunum að húsið sé ekki þeirra og þær þurfi að fara að vinna.

Charlie‘s Angels myndin kemur út í nóvember á þessu ári en hún er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 2000 og samnefndra þátta sem sýndir voru á áttunda áratug síðustu aldar. Með aðalhlutverk fara Kristen Stewart, Ella Balinska og Naomi Scott.

Stikla myndarinnar er hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.