Handbolti

Aron og félagar töpuðu í Ungverjalandi | Elvar markahæstur hjá Skjern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona gegn Pick Szeged.
Aron skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona gegn Pick Szeged. vísir/getty
Pick Szeged vann Barcelona, 31-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr sjö skotum fyrir Börsunga sem voru sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Szeged.

Skjern, sem Patrekur Jóhannesson stýrir, gerði jafntefli við Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni, 22-22.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Skjern ásamt Evind Tangen með fjögur mörk.

Björgvin Páll Gústavsson sat á bekknum hjá Skjern en hinn markvörður Skjern, hinn norski Robin Haug, fór mikinn og varði 19 skot (46%). Skjern er í 5. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Rut Jónsdóttir skoraði þrjú mörk úr jafn mörgum skotum þegar Esbjerg bar sigurorð af Århus United, 29-22, í dönsku úrvalsdeildinni.

Esbjerg er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Liðið varð danskur meistari á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×