Eitt til tvö börn fæðist árlega í fráhvörfum frá fíkniefnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. september 2019 19:00 Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Talið er að eitt til tvö börn fæðist árlega á íslandi í fráhvörfum frá fíkniefnum, en hátt í tuttugu konur eru í neyslu hluta úr meðgöngu á hverju ári að sögn sérfræðiljósmóður. Það bráðvanti úrræði fyrir þær sem ekki ná að hætta á meðgöngu til að minnka skaðann fyrir þær og börnin. Þá eru þetta með erfiðari málum sem barnaverndaryfirvöld fást við að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um mál ungrar konu sem eignaðist stúlkubarn í vikunni en til stendur að barnavernd taki af henni barnið á næstu dögum. Konan, sem glímir við mikinn fíknivanda, féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina. „Nefndirnar hafa ekki tekið börn af sænginni nema þau hafi talið þau í mjög bráðri hættu og það sé algjörlega útilokað að það sé hægt að tryggja öryggi barnsins á heimili með eftirliti,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar barnaverndaryfirvöld fái upplýsingar um að þunguð kona sé í neyslu sé reynt að grípa inn í. Afleiðingar á barnið geta verið misjafnar eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. „Allir vímugjafar geta valdið því að börnin fæðist fyrir tímann og eins að þau verði vaxtarskert eða fæðist of létt,“ segir Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir. Þá hafi flest vímuefni áhrif á taugaþroska barna. Valgerður segir að árlega séu um fimmtíu óléttar konur sem leiti til eða sé vísað til kvennadeildar Landspítalans vegna fíknivanda. Langflestum takist, með aðstoð, að hætta stuttu eftir að þær uppgötva þungun. Sérstakt fíkni- og geðteymi á kvennadeildinni komi þeim í meðferð. Þá séu á bilinu tíu til tuttugu konur á hverju ári sem ekki tekst að hætta alveg strax og noti vímuefni í einhvern tíma á meðgöngu. Ein til fjórar konur noti vímuefni alla meðgönguna. „Þær ráða ekki við að hætta. Ég hef enga konu hitt sem vill ekki hætta.“ Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðirHún segir að það bráðvanti úrræði fyrir þann hóp. „Eitthvað athvarf sem væri hægt að bjóða þeim að koma í til að halda utan um þær og minnka þá skaðann bæði fyrir þær sjálfar og barnið,“ segir Valgerður en þegar meðferðarúrræðum sleppur tekur ekkert við. Þá þurfi þær meira utanumhald en á áfangaheimilum. Börn þessara kvenna geta fæðst í fráhvörfum en það fer eftir því hvaða vímuefni móðirin notaði. Valgerður áætlar að árlega fæðist eitt til tvö börn í fráhvörfum. Heiða segir að mál af þessum toga séu með þeim erfiðari sem barnaverndaryfirvöld fáist við. „Gríðarlega sorglegt að sjá þessi börn í því ástandi sem þau eru og veita þeim hjálparhönd og það er náttúrulega frumskylda barnaverndaryfirvalda að tryggja það að þessi börn haldi lífi og að þau dafni sem best,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira