Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 18:43 Elín segir starfsfólk bráðamóttökunnar þekkja vel föstudaginn þrettánda og það sem sagt er um hann. Vísir/Aðsend/Samsett „Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni.“ Svona hefst pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur um það ástand sem uppi hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans síðustu tvær vikur. Í pistli sínum vekur Elín athygli á því að í gær, föstudaginn 13. september, hafi „nýtt og ömurlegt“ met verið slegið á Bráðamóttökunni, þegar 41 sjúklingur var lagður inn, en á móttökunni eru 36 rúm. „Það þýðir að deild sem veltir um 100 skjólstæðingum á sólarhring var yfirfull af sjúklingum sem hefðu átt að liggja á legudeildum og ekkert svigrúm var fyrir starfsfólk að taka á móti nýjum sem samt streymdu á spítalann bæði í einkabílum sem sjúkrabílum,“ skrifar Elín og bendir á að þetta þýði einfaldlega að eina bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi verið óstarfhæf í gær.„Talan þrjátíuogeitthvað ullar ítrekað á okkur“ Elín segir að fyrir aðeins tveimur vikum hafi dæmi um að innlagningarstaða deildarinnar færi yfir 30 sjúklinga verið örfá. Annað sé þó uppi á teningnum núna. „Talan þrjátíuogeitthvað ullar ítrekað á okkur af sjúklingaskjáborðinu. Spilin sem [starfsmönnum] Landspítala voru gefin þennan föstudag voru ömurleg og ekkert annað en þrekvirki kom til greina til að leysa úr vandanum,“ skrifar Elín. Elín víkur síðan skrifum sínum að annarri ríkisstofnun, sem hún nefnir þó ekki í grein sinni. Segir hún að starfsmönnum hennar hafi verið gefið eiginlegt frí, til þess að hrista hópinn saman og leyfa fólki að slaka á. „Allir starfsmenn áttu þó að mæta á vinnustaðinn en þennan dag voru þó engin verk unnin. Starfsfólkið mætti klukkan tíu og steig upp í rútu á leið í óvissuferð á kostnað stofnunarinnar. Fólk sem vinnur með tölur verður að fá að hvílast og lyfta sér upp. Hlaða batteríin og tengjast vinnufélögum. Þessi sama stofnun hefur ítrekað skilað verulegum rekstrarafgangi síðustu ár. Á þessari stofnun er starfsemin alltaf eins, engar óvæntar breytur, enginn óvæntur kostnaður,“ skrifar Elín. Hún segir stöðu Landspítalans, sem hún kallar olnbogabarn, vera aðra. Enginn dagur á spítalanum sé eins og starfsfólk þurfi sífellt að haga seglum eftir vindi. „Kostnaður stofnunarinnar sveiflast eins og trampolín í íslensku fárviðri. Íslendingum fer fjölgandi. Ferðamönnum og innflytjendum líka. En þessari skjólstæðingafjölgun fylgir ekkert fjármagn.“Inngangur bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.vísir/ernirSegir spítalann alltaf fullan „Spítalinn er alltaf stútfullur, rúmanýting vandræðalega mikil fyrir vestrænt þjóðarsjúkrahús og staðan á starfsfólkinu hefur sjaldan verið verri. Hjúkrunarfræðingum sem kæra sig um að starfa undir þessum kringumstæðum fer fækkandi og skal engan furða,“ skrifar Elín og bendir á að tilraun Landspítalans til að halda í þá hjúkrunarfræðinga sem eftir eru hafi verið felld niður. „Engar álagsgreiðslur „for you my friend“ en hlaupið áfram aðeins hraðar í maraþoninu sem tekur engan enda. Sjúkraliðar sáu aldrei neinar álagsgreiðslur en taka samt fullan þátt í þessu hlaupi.“ Elín bendir á að þrátt fyrir það sem bent hefur verið á spyrji ráðamenn sig enn að því, sem hún segir augljóst, af hverju hjúkrunarfræðingar hverfi til annarra starfa og kjósi að starfa ekki í heilbrigðisgeiranum. „Er ekki nóg að lifa á hugsjóninni á meðan enn logar á lampanum hennar Florence Nightengale? Þurfa hjúkrunarfræðingar kannski ásættanlegar vinnuaðstæður, laun sem hægt er að vera stoltur af og mannlegt vinnuálag? Getur verið að starfsfólk Landspítala þurfi smá slaka? Kannski einstaka hrós frá ríkisstjórninni í stað ásakana um „óþarfa“ eyðslusemi. Getur verið að hrista þurfi aðeins upp í fjármálum ríkiskassans í stað þess að þurrausa þjóðarsjúkrahúsið? Getur verðið að sumar ríkisstofnanir skili alltaf rekstrarafgangi vegna þess að fjármagn til þeirra sé ofmetið?“ spyr Elín.„Getur verið að starfsmenn Landspítala séu ekki gráðugir eyðsluseggir sem brenni peninga alla daga heldur séu þeir að sinna skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum af alúð og fagmennsku? Getur fjármálaráðherra tekið hausinn uppúr holunni, kynnt sér málið af alvöru og byrjað að sinna starfi sínu? Getur hann notað menntun sína, dómgreind og stöðu til að jafna fjárframlög til stofnana ríkisins?“ Elín bendir síðan á að samningar hjúkrunarfræðinga séu nú lausir eftir „fjögurra ára Gerðardóm Bjarna og Sigmundar.“ „Þeir félagar voru reyndar ekki viðstaddir þegar dómurinn féll, þeir voru að horfa á fótboltaleik. Maður verður nú að forgangsraða. Vonandi vandar ríkið sig betur í þetta sinn og kemur með alvöru tillögur að borðinu til að bæta hag hjúkrunarfræðinga. Komi hjúkrunarfræðingar aftur til starfa á sjúkrahúsið eru smá möguleikar. Nú er boltinn hjá ríkinu. Vonandi sparka þau ekki spítalanum út af vellinum.“Pistil Elínar má lesa í heild sinni hér. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni.“ Svona hefst pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur um það ástand sem uppi hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans síðustu tvær vikur. Í pistli sínum vekur Elín athygli á því að í gær, föstudaginn 13. september, hafi „nýtt og ömurlegt“ met verið slegið á Bráðamóttökunni, þegar 41 sjúklingur var lagður inn, en á móttökunni eru 36 rúm. „Það þýðir að deild sem veltir um 100 skjólstæðingum á sólarhring var yfirfull af sjúklingum sem hefðu átt að liggja á legudeildum og ekkert svigrúm var fyrir starfsfólk að taka á móti nýjum sem samt streymdu á spítalann bæði í einkabílum sem sjúkrabílum,“ skrifar Elín og bendir á að þetta þýði einfaldlega að eina bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi verið óstarfhæf í gær.„Talan þrjátíuogeitthvað ullar ítrekað á okkur“ Elín segir að fyrir aðeins tveimur vikum hafi dæmi um að innlagningarstaða deildarinnar færi yfir 30 sjúklinga verið örfá. Annað sé þó uppi á teningnum núna. „Talan þrjátíuogeitthvað ullar ítrekað á okkur af sjúklingaskjáborðinu. Spilin sem [starfsmönnum] Landspítala voru gefin þennan föstudag voru ömurleg og ekkert annað en þrekvirki kom til greina til að leysa úr vandanum,“ skrifar Elín. Elín víkur síðan skrifum sínum að annarri ríkisstofnun, sem hún nefnir þó ekki í grein sinni. Segir hún að starfsmönnum hennar hafi verið gefið eiginlegt frí, til þess að hrista hópinn saman og leyfa fólki að slaka á. „Allir starfsmenn áttu þó að mæta á vinnustaðinn en þennan dag voru þó engin verk unnin. Starfsfólkið mætti klukkan tíu og steig upp í rútu á leið í óvissuferð á kostnað stofnunarinnar. Fólk sem vinnur með tölur verður að fá að hvílast og lyfta sér upp. Hlaða batteríin og tengjast vinnufélögum. Þessi sama stofnun hefur ítrekað skilað verulegum rekstrarafgangi síðustu ár. Á þessari stofnun er starfsemin alltaf eins, engar óvæntar breytur, enginn óvæntur kostnaður,“ skrifar Elín. Hún segir stöðu Landspítalans, sem hún kallar olnbogabarn, vera aðra. Enginn dagur á spítalanum sé eins og starfsfólk þurfi sífellt að haga seglum eftir vindi. „Kostnaður stofnunarinnar sveiflast eins og trampolín í íslensku fárviðri. Íslendingum fer fjölgandi. Ferðamönnum og innflytjendum líka. En þessari skjólstæðingafjölgun fylgir ekkert fjármagn.“Inngangur bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.vísir/ernirSegir spítalann alltaf fullan „Spítalinn er alltaf stútfullur, rúmanýting vandræðalega mikil fyrir vestrænt þjóðarsjúkrahús og staðan á starfsfólkinu hefur sjaldan verið verri. Hjúkrunarfræðingum sem kæra sig um að starfa undir þessum kringumstæðum fer fækkandi og skal engan furða,“ skrifar Elín og bendir á að tilraun Landspítalans til að halda í þá hjúkrunarfræðinga sem eftir eru hafi verið felld niður. „Engar álagsgreiðslur „for you my friend“ en hlaupið áfram aðeins hraðar í maraþoninu sem tekur engan enda. Sjúkraliðar sáu aldrei neinar álagsgreiðslur en taka samt fullan þátt í þessu hlaupi.“ Elín bendir á að þrátt fyrir það sem bent hefur verið á spyrji ráðamenn sig enn að því, sem hún segir augljóst, af hverju hjúkrunarfræðingar hverfi til annarra starfa og kjósi að starfa ekki í heilbrigðisgeiranum. „Er ekki nóg að lifa á hugsjóninni á meðan enn logar á lampanum hennar Florence Nightengale? Þurfa hjúkrunarfræðingar kannski ásættanlegar vinnuaðstæður, laun sem hægt er að vera stoltur af og mannlegt vinnuálag? Getur verið að starfsfólk Landspítala þurfi smá slaka? Kannski einstaka hrós frá ríkisstjórninni í stað ásakana um „óþarfa“ eyðslusemi. Getur verið að hrista þurfi aðeins upp í fjármálum ríkiskassans í stað þess að þurrausa þjóðarsjúkrahúsið? Getur verðið að sumar ríkisstofnanir skili alltaf rekstrarafgangi vegna þess að fjármagn til þeirra sé ofmetið?“ spyr Elín.„Getur verið að starfsmenn Landspítala séu ekki gráðugir eyðsluseggir sem brenni peninga alla daga heldur séu þeir að sinna skyldu sinni gagnvart skjólstæðingum af alúð og fagmennsku? Getur fjármálaráðherra tekið hausinn uppúr holunni, kynnt sér málið af alvöru og byrjað að sinna starfi sínu? Getur hann notað menntun sína, dómgreind og stöðu til að jafna fjárframlög til stofnana ríkisins?“ Elín bendir síðan á að samningar hjúkrunarfræðinga séu nú lausir eftir „fjögurra ára Gerðardóm Bjarna og Sigmundar.“ „Þeir félagar voru reyndar ekki viðstaddir þegar dómurinn féll, þeir voru að horfa á fótboltaleik. Maður verður nú að forgangsraða. Vonandi vandar ríkið sig betur í þetta sinn og kemur með alvöru tillögur að borðinu til að bæta hag hjúkrunarfræðinga. Komi hjúkrunarfræðingar aftur til starfa á sjúkrahúsið eru smá möguleikar. Nú er boltinn hjá ríkinu. Vonandi sparka þau ekki spítalanum út af vellinum.“Pistil Elínar má lesa í heild sinni hér.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira