Segir innflutning á kjöti átakanlegan í landi sauðkindarinnar Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 15. september 2019 14:59 Grípa verði til aðgerða til að stemma stigu við þróuninni, og útilokar Guðrún ekki að þær þurfi að vera af róttækari gerðinni. Fréttablaðið/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, kallar eftir því að auðlindir jarðarinnar verði nýttar með ábyrgari hætti, enda sé náttúran komin að þolmörkum. Það muni þýða breyttar neysluvenjur og segir formaðurinn í því samhengi ótækt að Íslendingar flytji matvörur um langan veg. Ábyrgð atvinnulífsins í loftslagsmálum var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðrún telur að lausnirnar liggi hjá atvinnurekendum og hún hvetur þá til að taka forystu í loftslagsmálum, enda sé vandinn mikill.Séum að komast að þolmörkum „Reyndin hefur sýnt okkur það að við erum að komast að þolmörkum í nýtingu á auðlindum jarðar, og við verðum að taka það til okkar og nýta hana með ábyrgari hætti. Það er sagan að segja okkur núna, annars værum við ekki að horfa á þessa miklu hlýnun jarðar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Grípa verði til aðgerða til að stemma stigu við þróuninni, og útilokar Guðrún ekki að þær þurfi að vera af róttækari gerðinni. „Við þurfum líka örugglega harkaleg inngrip á mörgum sviðum til þess að bregðast við loftslagsvánni núna,“ bætti hún við. Alþjóðaverslun var nefnd í því samhengi, með öllum þeim mengandi vöruflutningum sem henni fylgir. Þrátt fyrir að Guðrún segist vera hlynnt alþjóðaviðskiptasamningnum, eins og aðild Íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu, segir hún miður að innflutningur ýmissa vara hafi aukist á kostnað innlendrar framleiðslu.Sorglegt að innflutningur sé að aukast „Við getum vitaskuld ræktað miklu meira grænmeti en við erum að gera og mér þykir sorglegt til þess að vita að innflutningur á grænmeti er að aukast stórkostlega þegar við ættum í rauninni að vera auka innlenda framleiðslu.“ Þetta eigi einnig við um innflutning á kjöti. „Mér hefur þótt það átakanlegt að hér séu veitingastaðir og verslanir að selja kjöt frá Nýja-Sjálandi, lambakjöt í landi sauðkindarinnar. Við eigum frábært lambakjöt og ég ætla ekkert að draga í efa gæði lambakjöts frá Nýja-Sjálandi. Mér persónulega finnst bara eitthvað rangt við það að við séum að flytja inn kjöt frá einu fjarlægasta landi sem við getum mögulega fundið, mér finnst eitthvað rangt við það,“ sagði Guðrún jafnframt.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í heild sinni. Landbúnaður Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, kallar eftir því að auðlindir jarðarinnar verði nýttar með ábyrgari hætti, enda sé náttúran komin að þolmörkum. Það muni þýða breyttar neysluvenjur og segir formaðurinn í því samhengi ótækt að Íslendingar flytji matvörur um langan veg. Ábyrgð atvinnulífsins í loftslagsmálum var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðrún telur að lausnirnar liggi hjá atvinnurekendum og hún hvetur þá til að taka forystu í loftslagsmálum, enda sé vandinn mikill.Séum að komast að þolmörkum „Reyndin hefur sýnt okkur það að við erum að komast að þolmörkum í nýtingu á auðlindum jarðar, og við verðum að taka það til okkar og nýta hana með ábyrgari hætti. Það er sagan að segja okkur núna, annars værum við ekki að horfa á þessa miklu hlýnun jarðar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Grípa verði til aðgerða til að stemma stigu við þróuninni, og útilokar Guðrún ekki að þær þurfi að vera af róttækari gerðinni. „Við þurfum líka örugglega harkaleg inngrip á mörgum sviðum til þess að bregðast við loftslagsvánni núna,“ bætti hún við. Alþjóðaverslun var nefnd í því samhengi, með öllum þeim mengandi vöruflutningum sem henni fylgir. Þrátt fyrir að Guðrún segist vera hlynnt alþjóðaviðskiptasamningnum, eins og aðild Íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu, segir hún miður að innflutningur ýmissa vara hafi aukist á kostnað innlendrar framleiðslu.Sorglegt að innflutningur sé að aukast „Við getum vitaskuld ræktað miklu meira grænmeti en við erum að gera og mér þykir sorglegt til þess að vita að innflutningur á grænmeti er að aukast stórkostlega þegar við ættum í rauninni að vera auka innlenda framleiðslu.“ Þetta eigi einnig við um innflutning á kjöti. „Mér hefur þótt það átakanlegt að hér séu veitingastaðir og verslanir að selja kjöt frá Nýja-Sjálandi, lambakjöt í landi sauðkindarinnar. Við eigum frábært lambakjöt og ég ætla ekkert að draga í efa gæði lambakjöts frá Nýja-Sjálandi. Mér persónulega finnst bara eitthvað rangt við það að við séum að flytja inn kjöt frá einu fjarlægasta landi sem við getum mögulega fundið, mér finnst eitthvað rangt við það,“ sagði Guðrún jafnframt.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í heild sinni.
Landbúnaður Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira