Kári: Ætlum ekki að vera áhorfendur Anton Ingi Leifsson skrifar 15. september 2019 18:26 Kári Garðarsson er þjálfari Fjölnis en áður þjálfaði hann Gróttu. vísir/vilhelm „Mér fannst drengirnir leika mjög vel frá fyrstu mínútu. Þeir voru tilbúnir í slaginn,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi eftir sigur Fjölnis á HK í nýliðaslagnum í Kórnum í dag. „Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög góð hjá Bjarka allan leikinn. Við vorum yfir nær allan leikinn og þetta var spennandi undir lokin en við náðum að koma okkur í gegnum þetta.“ Aðspurður hvort að Kári hafi orðið stressaður undir lokin er HK minnkaði muninn svaraði Kári: „Jú, auðvitað, ég ætla ekki að reyna ljúga því. Við erum að spila á fáum mönnum. Arnar Máni datt út í upphitun og Sveinn Þorgeirsson fyrir leikinn.“ „Kannski var komin einhver þreyta og við hefðum getað rúllað betur en fengum tvö stig og það er fyrir öllu.“ Fjölnismenn eru því komnir með tvö stig og sér í lagi mikilvæg þar sem líkur eru á að Fjölnir og HK verði að berjast neðarlega í töflunni. „Það er mikið undir í þessum leik og við ætlum ekki að fara í gegnum þetta mót og vera einhverjir áhorfendur að þessu.“ „Auðvitað megum við ekki gleyma því að þetta eru bara tvö stig af fjölmörgum sem við þurfum til að ná markmiðum okkar að halda liðinu í deildinni. Næst er það KA á sunnudaginn og við þurfum að spila spila þann leik jafn vel og ef ekki betur.“ „Það er alltaf gaman að ná í stig og það er eitthvað sem við gleðjumst yfir. Strákarnir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Kári að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Fjölnir 25-27 | Fjölnir hafði betur í nýliðaslagnum Fjölnir er komið á blað í deildinni en HK er enn án stiga. 15. september 2019 16:45 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira
„Mér fannst drengirnir leika mjög vel frá fyrstu mínútu. Þeir voru tilbúnir í slaginn,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi eftir sigur Fjölnis á HK í nýliðaslagnum í Kórnum í dag. „Varnarleikurinn var mjög góður og markvarslan mjög góð hjá Bjarka allan leikinn. Við vorum yfir nær allan leikinn og þetta var spennandi undir lokin en við náðum að koma okkur í gegnum þetta.“ Aðspurður hvort að Kári hafi orðið stressaður undir lokin er HK minnkaði muninn svaraði Kári: „Jú, auðvitað, ég ætla ekki að reyna ljúga því. Við erum að spila á fáum mönnum. Arnar Máni datt út í upphitun og Sveinn Þorgeirsson fyrir leikinn.“ „Kannski var komin einhver þreyta og við hefðum getað rúllað betur en fengum tvö stig og það er fyrir öllu.“ Fjölnismenn eru því komnir með tvö stig og sér í lagi mikilvæg þar sem líkur eru á að Fjölnir og HK verði að berjast neðarlega í töflunni. „Það er mikið undir í þessum leik og við ætlum ekki að fara í gegnum þetta mót og vera einhverjir áhorfendur að þessu.“ „Auðvitað megum við ekki gleyma því að þetta eru bara tvö stig af fjölmörgum sem við þurfum til að ná markmiðum okkar að halda liðinu í deildinni. Næst er það KA á sunnudaginn og við þurfum að spila spila þann leik jafn vel og ef ekki betur.“ „Það er alltaf gaman að ná í stig og það er eitthvað sem við gleðjumst yfir. Strákarnir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Kári að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Fjölnir 25-27 | Fjölnir hafði betur í nýliðaslagnum Fjölnir er komið á blað í deildinni en HK er enn án stiga. 15. september 2019 16:45 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fjölnir 25-27 | Fjölnir hafði betur í nýliðaslagnum Fjölnir er komið á blað í deildinni en HK er enn án stiga. 15. september 2019 16:45