70 ára afmælishátíð Skógaskóla og Skógasafns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 19:30 Þórður Tómasson, fyrrverandi safnvörður í Skógasafni. Hann býr í Skógum er er 98 ára gamall, eldhress og ber aldurinn einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
Það var mikið um dýrðir á Skógum undir Eyjafjöllum í dag þegar 70 ára afmælishátíð Skógasafns og Skógaskóla fór fram. Safnið er eitt það stærsta á landinu enda telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Það var flaggað á Skógum í dag enda hátíðisdagur og margt fólk komið saman til að halda upp á 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns. Hátíðarræðuna flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skógasafn er meðal elstu byggðasafna landsins og alltaf mjög vinsælt safn enda komu þangað um 52 þúsund gestir á síðasta ári. „Safnið hefur skapað sér ákveðna sérstöðu, við erum að taka á móti hópnum hérna í leiðsögum á öllum helstu tungumálum og gestir hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með það. Safnið hefur skapað sér mjög gott orðspor, ekki bara hér á landi, heldur erlendis líka,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns. En hvernig sér hann safnið eftir enn önnur 70 ár? „Ég hugsa að við verðum hérna næstu 70 árin enn þá stærri og takandi á móti fleiri gestum,“ segir Andri.Sólin skein á gesti í Skógum í dag þegar ávörp voru flutt í tilefni af 70 ára afmæli Skógaskóla og Skógasafns.Magnús HlynurÍ tilefni af 70 ára afmælinu opnaði Sigurður Ingi nýja sýningu um sögu Skógasafns og Skógaskóla í Samgöngusafninu. Fornbílaklúbburinn var einnig með nokkra bíla fyrir utan safnið til sýnis. Um 52 þúsund gestir heimsóttu safnið í Skógum á síðasta ári.Magnús HlynurEf það er einhver, sem á heiðurinn af safninu í Skógum og starfsemi þess í gegnum árin þá er það Þórður Tómasson, fyrsti starfsmaður safnsins og safnvörður til fjölda ára. Þórður býr í Skógum og er orðinn 98 ára gamall. „Ef ég væri hér ekki þá væri ekkert safn í Skógum, það er staðreynd,“ segir Þórður og bætir við. „Mitt starf snerist eingöngu um gamla bændasamfélagið, þessa gömlu þjóðmenningu, sem var að hverfa um miðja tuttugustu öld. Mitt hlutverk var að bjarga minjum.“ Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns var einn af þeim, sem flutti ávarp á afmælishátíð dagsins í Skógum.Magnús Hlynur
Menning Rangárþing eystra Tímamót Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira