Schengen Davíð Stefánsson skrifar 16. september 2019 07:00 Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar