Innlent

Hlaup hafið í Skaftá

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá síðasta Skaftárhlaupi.
Frá síðasta Skaftárhlaupi. Vísir/Jóhann K.

Lítið hlaup stendur nú yfir í Skaftá, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Rennsli hefur aukist lítillega í ánni en rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðan fyrir helgi og er nú um 290 míkróS/cm.

Hlaupið kemur úr Vestari-Skaftárkatli en síðast hljóp úr katlinum í ágúst 2018 og er því ekki búist við stóru hlaupi.

Vegfarendum er bent á að staldra ekki lengi við nálægt upptökum árinnar vegna hugsanlegrar gasmengunar. Veðurstofan fylgist áfram með gangi mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×