Grunaður kortaþjófur handtekinn á leið til Amsterdam og settur í varðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 19:17 Alls eru þrír menn grunaðir í málinu. Vísir/Vilhelm/Getty/Kenishirotie Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna. Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Rúmenskur maður sem handtekinn var fyrr í mánuðinum ásamt tveimur samlöndum sínum, grunaður um greiðslukortaþjófnað hér á landi í september í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. október næstkomandi. Hefur Landsréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.Vísir greindi fyrst frá handtöku mannanna þann 8. september, tveimur dögum eftir að þeir voru handteknir, grunaðir um kortaþjófnaðinn. Kom þá fram að talið væri að mennirnir hefðu stolið íslenskum kortum með kerfisbundnum hætti og tekið út háar fjárhæðir úr hraðbönkum hérlendis með kortunum. Voru þeir handteknir þegar þeir komu aftur til landsins og talið mögulegt að þeir hefðu snúið aftur í sömu erindagjörðum. Mönnunum þremur var sleppt daginn eftir að þeir voru handteknir en gert að mæta á lögreglustöð og tilkynna sig þrisvar í viku. Maðurinn sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald reyndi hins vegar að komast úr landi fjórum dögum eftir að hann var handtekinn, eða þann 10. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann dag hafi lögregla fengið tilkynningu um að maðurinn væri á leið úr landi með flugvél Icelandair til Amsterdam. Hafi maðurinn verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli í þann mund sem hann var að gera sig líklegan til að fara um borð í vélina. Taldi lögreglan að með hliðsjón af því að maðurinn reyndi að komast úr landi væri nauðsynlegt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið væri til meðferðar og tryggja þannig nærveru mannsins svo hægt væri að ljúka málum hans. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi játað þau brot sem hann er grunaður um en þjófnaðurinn nemur alls um 1,2 milljónum króna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Erlendir kortaþjófar sem komust úr landi voru handteknir við endurkomu sína til Íslands Lögregla handtók á föstudag þrjá menn frá Rúmeníu sem er gert það að sök að hafa stundað kortaþjófnað hér á landi í fyrra. 8. september 2019 16:50