Eru sjúklingar ekki fólk? Gauti Grétarsson skrifar 17. september 2019 07:00 Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða út sjúkraþjálfun. Markmiðið er að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu. Gott og vel. Útboðsgögnin eru komin. En dokum aðeins við. Hvergi er talað um sjúklingana sem til okkar koma eða hvaða sjúkdóma þeir eru með. Útboðsgögnin hljóma eins og verið sé að bjóða út samgöngur á Íslandi; verktakinn þarf að hafa próf á skurðgröfu og hafa gott vald á íslensku. Það á að kaupa af verktakanum 20, 30 eða 60 mínútur og hann þarf að sitja í skurðgröfunni allan tímann. Sama verð er hvort sem verið er að byggja brú, göng í gegnum fjall, veg á sléttlendi eða veg yfir fjallveg. Það myndi enginn verktaki á skurðgröfu sætta sig við svona vinnubrögð. Það gengur ekki heldur að bjóða út sjúklinga eða sjúklingahópa á þennan hátt. Eigum við að bjóða í verk í sjúkraþjálfun fyrir 1.500 einstaklinga með krabbamein, 800 sjúklinga sem farið hafa í liðskiptaaðgerð, 1.000 sjúklinga sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, 1.500 manns sem bíða eftir að komast á elli- eða hjúkrunarheimili, 500 börn með þroskafrávik, 1.500 einstaklinga í framhalds- og háskólum með vöðvabólgu í herðum og hálsi vegna þess hve lengi þau sitja skökk við tölvurnar, 1.000 einstaklinga sem lent hafa í bílslysum og aðra 1.000 með MS, Alzheimer og Parkinson? Þetta er raunveruleikinn í umhverfi sjúkraþjálfara. Við erum fagfólk í heilbrigðisþjónustu. Til að komast í nám í sjúkraþjálfun þarf ungt fólk að þreyta samkeppnispróf. Þar þarf að sýna fram á afburða þekkingu, meðal annars í líffræði, eðlisfræði og félagsfræði auk þess að sýna ákveðna hæfileika í samskiptum. Sjálfur er ég með sérhæfða framhaldsmenntun og rúmlega 30 ára starfsreynslu. Það á svo að bjóða mér að gera tilboð í meðferðir á fólki af holdi og blóði þar sem talað er um sjúklinga eins og þeir séu vegir eða brýr.Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða út sjúkraþjálfun. Markmiðið er að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu. Gott og vel. Útboðsgögnin eru komin. En dokum aðeins við. Hvergi er talað um sjúklingana sem til okkar koma eða hvaða sjúkdóma þeir eru með. Útboðsgögnin hljóma eins og verið sé að bjóða út samgöngur á Íslandi; verktakinn þarf að hafa próf á skurðgröfu og hafa gott vald á íslensku. Það á að kaupa af verktakanum 20, 30 eða 60 mínútur og hann þarf að sitja í skurðgröfunni allan tímann. Sama verð er hvort sem verið er að byggja brú, göng í gegnum fjall, veg á sléttlendi eða veg yfir fjallveg. Það myndi enginn verktaki á skurðgröfu sætta sig við svona vinnubrögð. Það gengur ekki heldur að bjóða út sjúklinga eða sjúklingahópa á þennan hátt. Eigum við að bjóða í verk í sjúkraþjálfun fyrir 1.500 einstaklinga með krabbamein, 800 sjúklinga sem farið hafa í liðskiptaaðgerð, 1.000 sjúklinga sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, 1.500 manns sem bíða eftir að komast á elli- eða hjúkrunarheimili, 500 börn með þroskafrávik, 1.500 einstaklinga í framhalds- og háskólum með vöðvabólgu í herðum og hálsi vegna þess hve lengi þau sitja skökk við tölvurnar, 1.000 einstaklinga sem lent hafa í bílslysum og aðra 1.000 með MS, Alzheimer og Parkinson? Þetta er raunveruleikinn í umhverfi sjúkraþjálfara. Við erum fagfólk í heilbrigðisþjónustu. Til að komast í nám í sjúkraþjálfun þarf ungt fólk að þreyta samkeppnispróf. Þar þarf að sýna fram á afburða þekkingu, meðal annars í líffræði, eðlisfræði og félagsfræði auk þess að sýna ákveðna hæfileika í samskiptum. Sjálfur er ég með sérhæfða framhaldsmenntun og rúmlega 30 ára starfsreynslu. Það á svo að bjóða mér að gera tilboð í meðferðir á fólki af holdi og blóði þar sem talað er um sjúklinga eins og þeir séu vegir eða brýr.Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun