Eru sjúklingar ekki fólk? Gauti Grétarsson skrifar 17. september 2019 07:00 Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða út sjúkraþjálfun. Markmiðið er að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu. Gott og vel. Útboðsgögnin eru komin. En dokum aðeins við. Hvergi er talað um sjúklingana sem til okkar koma eða hvaða sjúkdóma þeir eru með. Útboðsgögnin hljóma eins og verið sé að bjóða út samgöngur á Íslandi; verktakinn þarf að hafa próf á skurðgröfu og hafa gott vald á íslensku. Það á að kaupa af verktakanum 20, 30 eða 60 mínútur og hann þarf að sitja í skurðgröfunni allan tímann. Sama verð er hvort sem verið er að byggja brú, göng í gegnum fjall, veg á sléttlendi eða veg yfir fjallveg. Það myndi enginn verktaki á skurðgröfu sætta sig við svona vinnubrögð. Það gengur ekki heldur að bjóða út sjúklinga eða sjúklingahópa á þennan hátt. Eigum við að bjóða í verk í sjúkraþjálfun fyrir 1.500 einstaklinga með krabbamein, 800 sjúklinga sem farið hafa í liðskiptaaðgerð, 1.000 sjúklinga sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, 1.500 manns sem bíða eftir að komast á elli- eða hjúkrunarheimili, 500 börn með þroskafrávik, 1.500 einstaklinga í framhalds- og háskólum með vöðvabólgu í herðum og hálsi vegna þess hve lengi þau sitja skökk við tölvurnar, 1.000 einstaklinga sem lent hafa í bílslysum og aðra 1.000 með MS, Alzheimer og Parkinson? Þetta er raunveruleikinn í umhverfi sjúkraþjálfara. Við erum fagfólk í heilbrigðisþjónustu. Til að komast í nám í sjúkraþjálfun þarf ungt fólk að þreyta samkeppnispróf. Þar þarf að sýna fram á afburða þekkingu, meðal annars í líffræði, eðlisfræði og félagsfræði auk þess að sýna ákveðna hæfileika í samskiptum. Sjálfur er ég með sérhæfða framhaldsmenntun og rúmlega 30 ára starfsreynslu. Það á svo að bjóða mér að gera tilboð í meðferðir á fólki af holdi og blóði þar sem talað er um sjúklinga eins og þeir séu vegir eða brýr.Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að bjóða út sjúkraþjálfun. Markmiðið er að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu. Gott og vel. Útboðsgögnin eru komin. En dokum aðeins við. Hvergi er talað um sjúklingana sem til okkar koma eða hvaða sjúkdóma þeir eru með. Útboðsgögnin hljóma eins og verið sé að bjóða út samgöngur á Íslandi; verktakinn þarf að hafa próf á skurðgröfu og hafa gott vald á íslensku. Það á að kaupa af verktakanum 20, 30 eða 60 mínútur og hann þarf að sitja í skurðgröfunni allan tímann. Sama verð er hvort sem verið er að byggja brú, göng í gegnum fjall, veg á sléttlendi eða veg yfir fjallveg. Það myndi enginn verktaki á skurðgröfu sætta sig við svona vinnubrögð. Það gengur ekki heldur að bjóða út sjúklinga eða sjúklingahópa á þennan hátt. Eigum við að bjóða í verk í sjúkraþjálfun fyrir 1.500 einstaklinga með krabbamein, 800 sjúklinga sem farið hafa í liðskiptaaðgerð, 1.000 sjúklinga sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, 1.500 manns sem bíða eftir að komast á elli- eða hjúkrunarheimili, 500 börn með þroskafrávik, 1.500 einstaklinga í framhalds- og háskólum með vöðvabólgu í herðum og hálsi vegna þess hve lengi þau sitja skökk við tölvurnar, 1.000 einstaklinga sem lent hafa í bílslysum og aðra 1.000 með MS, Alzheimer og Parkinson? Þetta er raunveruleikinn í umhverfi sjúkraþjálfara. Við erum fagfólk í heilbrigðisþjónustu. Til að komast í nám í sjúkraþjálfun þarf ungt fólk að þreyta samkeppnispróf. Þar þarf að sýna fram á afburða þekkingu, meðal annars í líffræði, eðlisfræði og félagsfræði auk þess að sýna ákveðna hæfileika í samskiptum. Sjálfur er ég með sérhæfða framhaldsmenntun og rúmlega 30 ára starfsreynslu. Það á svo að bjóða mér að gera tilboð í meðferðir á fólki af holdi og blóði þar sem talað er um sjúklinga eins og þeir séu vegir eða brýr.Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun