Prófessor misskilur hagtölur Ásdís Kristjánsdóttir og Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. september 2019 07:00 Reglulega er fullyrt að á Íslandi ríki mikill ójöfnuður, að launahækkanir renni fyrst og fremst til „auðvaldsins“ og lífskjör séu því lakari en hagtölur segi til um. Raunveruleikinn er þó annar. Á Íslandi eru lífskjör góð, kaupmáttur launa hæstur meðal iðnríkja og jöfnuður óvíða meiri. Þrátt fyrir það er of oft reynt að draga fram aðra og dekkri mynd. Nýverið skrifaði Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, grein þess efnis að Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „sætu föst við sinn keip“ að halda því fram að við Íslendingar værum meðal fremstu þjóða þegar kemur að lífskjörum. Það kann að vera skoðun prófessorsins á ofangreindum samtökum liti málflutning hans en engu að síður vekur það undrun að prófessor við æðstu menntastofnun landsins skuli ítrekað í umræddri grein mistúlka hagtölur OECD og draga fram illa rökstuddar ályktanir og einfaldlega rangfærslur.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Í fyrsta lagi dregur Þorvaldur upp þá mynd að samtökin séu viljandi að „blekkja“ almenning með því að birta OECD samanburð á meðallaunum kaupmáttarleiðrétt, þar sem Ísland er í efsta sæti. Ekki er alveg ljóst hver blekkingin er því það er einfaldlega staðreynd að kaupmáttur launa á árinu 2018 var sá hæsti á Íslandi meðal OECD-ríkja. Telur Þorvaldur að réttara sé að horfa til landsframleiðslu á mann, sem vissulega er einnig góður mælikvarði á lífskjör. Þá er einnig rétt sem haldið er fram að Ísland sé ekki efst meðal OECD-ríkja miðað við þann mælikvarða, heldur í 7. sæti. Þorvaldur virðist út frá þessu draga þá ályktun að það sé rangt að halda því fram að við stöndum framarlega í efnahagslegu tilliti. Það sem hins vegar Þorvaldur minnist ekki á, vísvitandi eða ekki, er launahlutfallið sjálft. Launahlutfall er mælikvarði á það hversu stór hluti af verðmætasköpun rennur til launþega. Staðreyndin er sú að launahlutfallið á Íslandi um 64% á árinu 2018 og er það hæst meðal annarra OECD-ríkja, næst á eftir kemur Danmörk með hlutfallið í rúmlega 60%. Með öðrum orðum rennur hvergi stærri hluti af verðmætasköpun efnahagslífsins til launþega en á Íslandi. Hátt launahlutfall fer því nokkuð langt með að skýra muninn á því af hverju kaupmáttur launa er hvergi meiri en á Íslandi en landsframleiðsla á mann „aðeins“ sú sjöunda hæsta í þessum OECD-samanburði. Við erum í fremstu röð á báða mælikvarða þegar allar breytur eru teknar inn í jöfnuna. Þorvaldur virðist einnig telja að framleiðni á Íslandi, hvort sem horft er á landsframleiðslu á mann eða vinnustund sé ofmetin út af háu gengi krónunnar í gögnum OECD og röngum vinnustundum. Þetta er ekki heldur rétt ályktun. Í tölum OECD kemur skýrt fram að gögnin eru kaupmáttarleiðrétt (PPP) sem þýðir að leiðrétt er fyrir gengi og verðlagi. Þá eru nýjar tölur Hagstofunnar um vinnustundir nær því sem þekkist í nágrannaríkjunum en engu að síður véfengir Þorvaldur þær án röksemda. Mikilvægt er að byggja ályktanir um þróun launa og lífskjara á sem bestum hagtölum og forðast eftir fremsta megni að draga fram innihaldslausar ályktanir. Þó enginn haldi því fram að Ísland standi fremst á öllum sviðum stendur Ísland framarlega á mörgum sviðum, sem er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þeim árangri sem hefur áunnist en eigum alltaf að stefna að því að gera enn betur, einkum þar sem við stöndum ekki framarlega. Efnahagsleg hagsæld byggir á því að hér vaxi og dafni blómleg fyrirtæki sem skapa aukin verðmæti sem landsmenn njóta góðs af í formi bættra lífskjara. Róandi að því mikilvæga markmiði sitjum við því sannarlega föst við okkar keip.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsÍslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglulega er fullyrt að á Íslandi ríki mikill ójöfnuður, að launahækkanir renni fyrst og fremst til „auðvaldsins“ og lífskjör séu því lakari en hagtölur segi til um. Raunveruleikinn er þó annar. Á Íslandi eru lífskjör góð, kaupmáttur launa hæstur meðal iðnríkja og jöfnuður óvíða meiri. Þrátt fyrir það er of oft reynt að draga fram aðra og dekkri mynd. Nýverið skrifaði Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, grein þess efnis að Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands „sætu föst við sinn keip“ að halda því fram að við Íslendingar værum meðal fremstu þjóða þegar kemur að lífskjörum. Það kann að vera skoðun prófessorsins á ofangreindum samtökum liti málflutning hans en engu að síður vekur það undrun að prófessor við æðstu menntastofnun landsins skuli ítrekað í umræddri grein mistúlka hagtölur OECD og draga fram illa rökstuddar ályktanir og einfaldlega rangfærslur.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.Í fyrsta lagi dregur Þorvaldur upp þá mynd að samtökin séu viljandi að „blekkja“ almenning með því að birta OECD samanburð á meðallaunum kaupmáttarleiðrétt, þar sem Ísland er í efsta sæti. Ekki er alveg ljóst hver blekkingin er því það er einfaldlega staðreynd að kaupmáttur launa á árinu 2018 var sá hæsti á Íslandi meðal OECD-ríkja. Telur Þorvaldur að réttara sé að horfa til landsframleiðslu á mann, sem vissulega er einnig góður mælikvarði á lífskjör. Þá er einnig rétt sem haldið er fram að Ísland sé ekki efst meðal OECD-ríkja miðað við þann mælikvarða, heldur í 7. sæti. Þorvaldur virðist út frá þessu draga þá ályktun að það sé rangt að halda því fram að við stöndum framarlega í efnahagslegu tilliti. Það sem hins vegar Þorvaldur minnist ekki á, vísvitandi eða ekki, er launahlutfallið sjálft. Launahlutfall er mælikvarði á það hversu stór hluti af verðmætasköpun rennur til launþega. Staðreyndin er sú að launahlutfallið á Íslandi um 64% á árinu 2018 og er það hæst meðal annarra OECD-ríkja, næst á eftir kemur Danmörk með hlutfallið í rúmlega 60%. Með öðrum orðum rennur hvergi stærri hluti af verðmætasköpun efnahagslífsins til launþega en á Íslandi. Hátt launahlutfall fer því nokkuð langt með að skýra muninn á því af hverju kaupmáttur launa er hvergi meiri en á Íslandi en landsframleiðsla á mann „aðeins“ sú sjöunda hæsta í þessum OECD-samanburði. Við erum í fremstu röð á báða mælikvarða þegar allar breytur eru teknar inn í jöfnuna. Þorvaldur virðist einnig telja að framleiðni á Íslandi, hvort sem horft er á landsframleiðslu á mann eða vinnustund sé ofmetin út af háu gengi krónunnar í gögnum OECD og röngum vinnustundum. Þetta er ekki heldur rétt ályktun. Í tölum OECD kemur skýrt fram að gögnin eru kaupmáttarleiðrétt (PPP) sem þýðir að leiðrétt er fyrir gengi og verðlagi. Þá eru nýjar tölur Hagstofunnar um vinnustundir nær því sem þekkist í nágrannaríkjunum en engu að síður véfengir Þorvaldur þær án röksemda. Mikilvægt er að byggja ályktanir um þróun launa og lífskjara á sem bestum hagtölum og forðast eftir fremsta megni að draga fram innihaldslausar ályktanir. Þó enginn haldi því fram að Ísland standi fremst á öllum sviðum stendur Ísland framarlega á mörgum sviðum, sem er fagnaðarefni. Við getum verið stolt af þeim árangri sem hefur áunnist en eigum alltaf að stefna að því að gera enn betur, einkum þar sem við stöndum ekki framarlega. Efnahagsleg hagsæld byggir á því að hér vaxi og dafni blómleg fyrirtæki sem skapa aukin verðmæti sem landsmenn njóta góðs af í formi bættra lífskjara. Róandi að því mikilvæga markmiði sitjum við því sannarlega föst við okkar keip.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsÍslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun