Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 19:15 Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Standi aðrir flokkar ekki við það vilji Miðflokkurinn stokka alla skipan í nefndir upp enda flokkurinn orðinn sá fjölmennasti í stjórnarandstöðu. Ekki tókst að skipa Bergþór Ólason þingmanna Miðflokksins á ný í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í morgun að tillögu Miðflokksins. Þingmaður Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu áhreynarfulltrúa Pírata sem ekki hefur atkvæðarétt, að Karl Gauti Hjaltason samflokksmaður Bergþórs yrði formaður.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sitjandi formaður nefndarinnar.vísir/egillJón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi þegar þessi staða kom upp og segir stjórnarandstöðuna verða að leysa úr því hvernig hún skipar í nefndir samkvæmt samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðu frá upphafi kjörtímabilsins. „Þannig að þau verða fyrst og fremst að leysa þetta sín á milli í minnihlutanum.“ En er ekki óvenjulegt að það komi í raun og veru fram tillögur um tvo nefndarformenn úr sama flokki? „Jú það er mjög óvenjulegt. Og þá er tilefni til að skoða málið,“ sagði Jón að loknum nefndarfundi. Nefndin fundar aftur á morgun þar sem væntanlega verður gerð tilraun til að skipa Bergþór í formannsembættið. En hann lét tímabundið af formennsku í byrjun febrúar þegar nefndin varð nánast óstarfhæf eftir að samræður fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á klausturbarnum voru gerðar opinberar. Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Miðflokksins vill að staðið verði við samkomulagstjórnar og stjórnarandstöðu um skipan nefndarformanna. Það sé hins vegar ekki annarra flokka að ráða því hvern Miðflokkurinn skipar til verka. Að öðrum kosti sé samkomulagið í uppnámi. „Já, að sjálfsögðu er það. Við höfum náttúrlega líka lagt áherslu á það Miðflokkurinn að nú erum við stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og finnst að sjálfsögðu eðlilegt að það sé kosið upp á nýtt og skipað á ný í nefndir. Og fari allt í háaloft er að sjálfsögðu tækifæri til þess,“ segir Gunnar Bragi.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira