Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2019 06:30 Málsókn Jóhanns var kynnt í apríl á síðasta ári. Fréttablaðið/Eyþór Lögmaður Jóhanns Helgasonar gagnrýnir harkalega tónlistarfræðing sem samdi greinargerð fyrir vörn tónlistarfyrirtækjanna Universal og Warner í lagastuldarmáli Jóhanns vegna lagsins Söknuðar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 8. júlí hafnaði Lawrene Ferrara, tónlistarprófessor sem samdi greinargerð fyrir hönd fyrirtækjanna sem Jóhann Helgason hefur stefnt, líkindum milli Söknuðar og You Raise Me Up, eftir Rolf Lövland. „Það eru engin slík líkindi milli laganna sem gefa til kynna að You Raise Me Up sé stæling á Söknuði,“ sagði í greinargerð fyrir hönd Warner Music og Universal Music. „Sérfræðingur hinna stefndu fórnaði trúverðugleika sínum með því að halda fram að lögin líkist ekki og með því að nota gallaða aðferðafræði,“ segir hins vegar í greinargerð lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, sem lögð var fram á föstudag við dómstól í Los Angeles. Á föstudag var einnig lögð fram greinargerð doktor Judith Finell, tónlistarfræðings og sérfræðings fyrir hönd lögmanns Jóhanns Helgasonar. Segir þar að líkindin milli Söknuðar og You Raise Me Up séu mikil. Þau séu meiri milli þessara tveggja laga innbyrðis heldur en milli þeirra hvors um sig og eldri tónsmíða sem Ferrara nefnir. Líkt og Ferrara hefur Finell komið sem sérfræðingur að fjölmörgum dómsmálum. Hún var meðal annars sérfræðivitni fyrir fjölskyldu Marvins Gaye í tímamótamáli þar sem dæmt var að lagið Blurred Lines væri stuldur á laginu Got to Give It Up eftir Gaye.Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar.„Dr. Finell segir að tilvist Londonderry Air þýði á engan hátt að You Raise Me Up hafi verið samið sjálfstætt,“ vitnar Machat í niðurstöðu Finells. Þar er vísað til röksemda Ferrara um að bæði Söknuður og You Raise Me Up byggi á írska þjóðlaginu Danny Boy – öðru nafni Londonderry Air. Í greinargerð sinni segir Finell að Ferrara noti annars vegar gríðarlega þrönga skilgreiningu í samanburði á Söknuði og You Raise Me Up en beiti hins vegar miklu víðari skilgreiningu í samanburði á lögunum tveimur við eldri verk. „Þessi mótsögn leiðir lesandann og ályktanirnar að rangri og óáreiðanlegri niðurstöðu,“ segir hún. Lögmenn Universal og Warner hafa krafist frávísunar málsins. Michael Machat segir að þar sem þeir beri hvorki brigður á höfundarrétt Jóhanns að Söknuði né dragi í efa að Rolf Lövland hafi haft aðgang að íslenska laginu snúist málið um líkindi milli laganna. „Sérfræðiskýrsla stefndu er byggð á gallaðri aðferðafræði og skilgreiningum sem beitt er á mismunandi veg. Í henni tekst ekki að afsanna hin augljósu líkindi milli Söknuðar og You Raise Me Up,“ segir Machat. Því beri að hafna kröfunni um frávísun. „Ferrara beitir vafasömum röksemdum vegna þess að honum er borgað fyrir það,“ segir í greinargerð lögmanns Jóhanns. Og um mikla peninga er að tefla því samkvæmt frétt á vefsíðu Universal frá 2016 er You Raise Me Up eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Lögmaður Jóhanns Helgasonar gagnrýnir harkalega tónlistarfræðing sem samdi greinargerð fyrir vörn tónlistarfyrirtækjanna Universal og Warner í lagastuldarmáli Jóhanns vegna lagsins Söknuðar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 8. júlí hafnaði Lawrene Ferrara, tónlistarprófessor sem samdi greinargerð fyrir hönd fyrirtækjanna sem Jóhann Helgason hefur stefnt, líkindum milli Söknuðar og You Raise Me Up, eftir Rolf Lövland. „Það eru engin slík líkindi milli laganna sem gefa til kynna að You Raise Me Up sé stæling á Söknuði,“ sagði í greinargerð fyrir hönd Warner Music og Universal Music. „Sérfræðingur hinna stefndu fórnaði trúverðugleika sínum með því að halda fram að lögin líkist ekki og með því að nota gallaða aðferðafræði,“ segir hins vegar í greinargerð lögmanns Jóhanns, Michaels Machat, sem lögð var fram á föstudag við dómstól í Los Angeles. Á föstudag var einnig lögð fram greinargerð doktor Judith Finell, tónlistarfræðings og sérfræðings fyrir hönd lögmanns Jóhanns Helgasonar. Segir þar að líkindin milli Söknuðar og You Raise Me Up séu mikil. Þau séu meiri milli þessara tveggja laga innbyrðis heldur en milli þeirra hvors um sig og eldri tónsmíða sem Ferrara nefnir. Líkt og Ferrara hefur Finell komið sem sérfræðingur að fjölmörgum dómsmálum. Hún var meðal annars sérfræðivitni fyrir fjölskyldu Marvins Gaye í tímamótamáli þar sem dæmt var að lagið Blurred Lines væri stuldur á laginu Got to Give It Up eftir Gaye.Michael Machat, lögmaður Jóhanns Helgasonar.„Dr. Finell segir að tilvist Londonderry Air þýði á engan hátt að You Raise Me Up hafi verið samið sjálfstætt,“ vitnar Machat í niðurstöðu Finells. Þar er vísað til röksemda Ferrara um að bæði Söknuður og You Raise Me Up byggi á írska þjóðlaginu Danny Boy – öðru nafni Londonderry Air. Í greinargerð sinni segir Finell að Ferrara noti annars vegar gríðarlega þrönga skilgreiningu í samanburði á Söknuði og You Raise Me Up en beiti hins vegar miklu víðari skilgreiningu í samanburði á lögunum tveimur við eldri verk. „Þessi mótsögn leiðir lesandann og ályktanirnar að rangri og óáreiðanlegri niðurstöðu,“ segir hún. Lögmenn Universal og Warner hafa krafist frávísunar málsins. Michael Machat segir að þar sem þeir beri hvorki brigður á höfundarrétt Jóhanns að Söknuði né dragi í efa að Rolf Lövland hafi haft aðgang að íslenska laginu snúist málið um líkindi milli laganna. „Sérfræðiskýrsla stefndu er byggð á gallaðri aðferðafræði og skilgreiningum sem beitt er á mismunandi veg. Í henni tekst ekki að afsanna hin augljósu líkindi milli Söknuðar og You Raise Me Up,“ segir Machat. Því beri að hafna kröfunni um frávísun. „Ferrara beitir vafasömum röksemdum vegna þess að honum er borgað fyrir það,“ segir í greinargerð lögmanns Jóhanns. Og um mikla peninga er að tefla því samkvæmt frétt á vefsíðu Universal frá 2016 er You Raise Me Up eitt tekjuhæsta lag allra tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30 Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00 Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum. 8. júlí 2019 07:30
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. 3. maí 2019 06:00
Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. 4. maí 2019 08:00